Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 25
ÁHRIF SPIRITISMANS . . .
103
skeið til reynslu og þroskunar í dauðlegum likömum. Óhjá-
kvæmileg afleiðing af þessu er syndin. Við skulum taka stór-
brotið dæmi. Segjum að allir dauðlegir menn vildu feta svo
nákvæmlega 1 fótspor Krists, að enginn kvænist. Þá myndu
áform guðs vera ónýtt. Ennfremur ber þess að gæta, að ef
heimurinn væri ekki syndanna svið, þá myndi mannsálin
aldrei þurfa að standast neinar prófraunir eða há neina bar-
áttu. Syndin er þvi nauðsynlegur liður í áformi guðs, eins og
nú er ástatt hér í heimi. Það virðist því skynsamlegt að álykta,
að guð muni draga úr afleiðingunum af syndum þeirra, sem
iðrast og trúa á hann.
Þetta er heldur ekki eini grundvöllurinn undir núverandi
trúarskoðunum vorum. Kristur sagði við iðrandi ræningj-
ann á krossinum: „T dag skalt þú vera með mér í Paradís.“
Mér dettur ekki í hug, að með þessari afsökun hafi allar synd-
ir hans þurrkast út, án þess að nokkurs samvizkubits eða bóta
þyrfti með; en framtíðarstefna hans hefur vissulega orðið
mjög á annan veg en hins ræningjans, þó vér gerum ráð fyrir
að afbrot þeirra hafi verið nokkurn veginn jöfn.
Þá er dæmisagan um hinn miskunnarlausa þjón, sem kon-
ungurinn kenndi i brjósti um og gaf upp skuldina. En þegar
þjónninn neitaði að veita greiðslufrest á lítilfjörlegri upphæð,
sem hann átti hjá samþjóni sinum, reiddist herra hans og
skipaði að selja hann i hendur kvölurunum unz hann hefði
goldið allt það, er hann var skyldugur. Ég held að sorgleg-
asta áletrun, sem ég hef séð á legsteini sé þessi: „Herra, um-
lið þú mig, ég skal borga þér allt.“
f þessu sambandi er rétt að athuga, hvað Kristur átti við
þegar hann kenndi oss að biðja föðurinn að fyrirgefa oss
vorar skuldir.
Skeytin frá hinum liimnesku sendiherrum eru ekki öll sam-
hljóða, og þú verður að fyrirgefa mér, þótt ég segi, að þín
skeyti, sem bæði eru hrein og háleit, séu dálítið fráhrindandi
vegna þess, hve þau eru afar ströng.
Megum vér ekki hugsa eins og Arnel, sem segir: „Þegar
þjónninn því . . . ber fyrir sig fórn hans, sem nú er hátt upp