Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 38
116
MORGUNN
augum, þótt ekki tækist þeim að sýna fram á það hvernig Uri
Geller færi að því að beita brögðum undir Argusaraugum ým-
issa sérfræðinga, sem vitanlega töldu heiður sinn i veði ef
þeir létu blekkjast. Æstastir allra þessara gagnrýnenda voru
þeir, sem hafa atvinnu af sjónhverfingum. En þeir töldu að
Geller væri ekkert annað en einn af þeim, þ.e.a.s. venjulegur
töfrabragðameistari. Enginn bauðst þó til að leika þetta eftir
honum í sjónvarpi við sömu skilyrði og hann varð að hlíta.
Þó spunnust um þetta miklar deilur og umræður í blöðunum,
þannig að tvær grimur tóku að rerma á surna sjónvarpsáhorf-
endur.
Eins og flestir aðrir fylgdist Matthew Manning spenntur
með þessum sýningum og deilunum um þær í blöðunum.
Hann segir svo frá þessu:
„Foreldrar mínir horfðu á þennan þátt með mér. Og þeg-
ar honum var lokið, þá var það móðir mín sem bað mig að
reyna hvort ég gæti beygt málmhluti. Eg sagði henni að mér
myndi ekki takast það, en tók samt upp ryðfría stálskeið til
þess að gera tilraun á, og var það frekar til þess að gera henni
til geðs.
Ég strauk skeiðina mjúklega og einbeitti huganum að því
að hún bognaði. Eftir tíu mínútna tilraun var skeiðin enn í
sinni upphaflegu mynd og var bersýnilegt að særingar minar
höfðu ekki áhrif á hana. Þegar aðrar tiu mínútur voru liðnar
kom faðir minn inn í stofuna og ég sýndi honum skeiðina og
sagði honum að ekkert hefði gerzt.
Innkoma hans í stofuna truflaði einbeitingu mína, sem
beindist frá skeiðinni, þegar ég fór að tala við hann. En ein-
mitt á því andartaki fann ég að eitthvað hafði komið fyrir
handfang skeiðarinnar. Það virtist ekki eins beint og það
hafði verið. Við nánari athugun kom i ljós að ekki var um
að villast, handfangið hafði bognað á einum stað. Og það var
elcki nóg með það, nú hélt það áfram að bogna hratt þangað
til það var orðið í laginu eins og hárnál.“
Siðan lýsir Matthew því hve illa honum gekk að trúa því
að hann gæti gert þetta. En áframhaldandi tilraunir tóku af