Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 18

Morgunn - 01.12.1977, Side 18
96 MORGUNN lestra, og varð að fá algera hvíld frá störfum. Þetta varð raun- verulega til þess að hann hætti að starfa fyrir kirkjuna. Hann fékkst við einkakennslu um nokkur ár, en árið 1870 var hann skipaður kennari í ensku i University College School og því starfi gengdi hann í 19 ár en sagði þá af sér sökum vanheilsu. Það var árið 1870, sem hann fyrst fékk áhuga fyrir spiri- tisma. Um það leyti var hann orðinn fráhverfur hókstafstrú eða því nær trúlaus, og var að leita að einhverjum sannleika, sem hann gæti fellt sig betur við en rikjandi kennisetningar. Hann hafði ekkert hneigzt að spiritisma og taldi það málefni hugaróra og vitleysu. Á fundum hjá miðlunum Lottie Fowler og Williams, sann- færðist hann um, að einhver utanaðkomandi öfl væru að verki, og hæfileikar hans sjálfs fóru að þroskast um 1872. Hann kom við sögu margra sálrænna og spiritiskra félaga og árið 1884 stofnaði hann í Lundúnum Samband Spiritista og varð forseti þess og hélt því sæti til dauðadags, árið 1892. Æfisöguritari Stainton Moses gerir mikið úr persónu hans og skapgerðarstyrk, atgerfi hans og fjölhæfni, iðni hans og kostgæfni. Hann var samúðarríkur og spilltist ekkert af frægð þeirri er hæfileikar hans færðu honum. „Hann andaðist við starf sitt, á bezta skeiði og flutti með sér i gröfina ástúð og virðingu fjölda fólks, sem mun geyma minninguna um vin- áttu hans sem hinn dýrmætasta fjársjóð.“ Stainton Móses ritaði innganginn að Spirit Teachings. Hann segir að öll skeytin hafi náðst með ósjálfráðri skrift, og að því nær allur skeytafjöldinn, sem valið var úr í þessa bók, sé upprunninn frá anda, sem skrifar sig Imperator, en flutt á milli af anda, sem nefndur er Rector. Hann olli miðlin- um minnstrar áreynslu og skrifaði glæsilegar en hinir milli- liðimir. Skeytin eru ekki dagsett, en þau hafa sjálfsagt verið prent- uð i sömu röð og þau komu. I vali mínu á því, sem ég birti hér hef ég í aðalatriðunum haldið þeirri röð, sem á þeim er í bókinni, því það er auðveldari tilvitnunaraðferð; hins vegar

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.