Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 21
ÁHRIF SPIRITISMANS . . . 99 þeirra og hvetji þá og knýji út á yztu þröm gengdarlausrar spillingar. Þess ber vitanlega að minnast, að bókin er rituð fyrir sjötíu árum, og vér skyldum vona að einliver framför hefði orðið síðan, framför, sem fjárhagsleg viðhorf, engu síður en siðferðileg, hafa átt sinn þátt í. En meginreglan er sú um allar tegundir lasta og ólifnaðar, að falli syndarans er hraðað af hópum spilltra anda, sem þrifast á nautnum holdsins, en eru þess ekki lengur megnugir að öðlast þá fullnægingu, sem þeir þrá, með sjálfstæðum, líkamlegum athöfnum. Stainton Móses reyndi að ná sambandi einn veðreiðadag (Derby Day) en árangurslaust. Imperator segir að við slík tækifæri hópist saman fjandsamlegir andar í öflugar fylk- ingar til þess að leggjast á þá, sem eru á valdi fýsna, áfengis, örvæntingar vegna fjárhagstjóns og hóflausrar æsingar yfir- leitt. Menn skyldu ætla, að megin þorri þeirra, sem sækja Derby veðreiðarnar, væri ekki haldinn svona ofsalegum kenndum, en væri kominn þar til þess að njóta ánægjulegs frídags í hreinu lofti og skemmtilegu umhverfi; að þessar smávægilegu og fátiðu fjárhagsáhyggjm’ myndu ekki hafa djúptæk andleg áhrif og að andrúmsloft þessa áhugafólks yfirleitt, við þetta tækifæri, myndi verka sem vörn gegn ill- um áhrifaöflum. En þessu er auðsjáanlega ekki þannig faríð. Um þetta leyti fór Stainton Móses að biðja anda þá, sem hann var í sambandi við, að sanna hverjir þeir væru, og hon- um lék hugur á að vita, hve vald þeirra værí mikið. Andi að nafni Thomas Augustine Arne, sem var einn þeirra, sann- aði sig á merkilegan hátt. Ame hafði verið hljómlistarmaður, og það var sagt frá mörgum atvikum úr lífi hans, sem sönn- uðu hver hann var. Stainton Móses spurði þá, hvort andar gætu lesið bækur. Svarið var, að sumir, sem sérstaklega hefðu æft sig í því, gætu það. Móses bað að senda eftir einhverjum þeirra, og það var gert. Þá sagði Móses: „Geturðu farið í bókaskápinn og tekið næstöftustu bókina í annarri hillunni og lesið mér síðustu málsgreinina á 94. blaðsíðu. Ég liefi ekki litið á hana og veit ekki um nafn hennar, hvað þá meira.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.