Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 17
ÁHRIF SPIRITISMANS . . .
95
legt tjón vegna sannfæringar sinnar, en þeir voru flutnings-
menn opinberunarinnar með einum eða tveimur milliliðum,
i stað þess að fá hana beint frá guði, eins og gömlu spámenn-
irnir fullyrtu að þeir gerðu.
Erfiðleikarnir eru auðsæir. A. m. k. á Vesturlöndum eru
ákaflega fáir mannlegir likamar gæddir miðilshæfileikum, og
sama máli gegnir um sálir, sem gæddar eru guðmóði og eld-
heitri trú. Ef til vill fer þetta hvorttveggja aldrei saman, og
þess vegna verða spámennirnir að treysta á skynsamlega við-
töku hins skrifaða orðs, ef þeim á að verða vel ágengt í starfi
sínu. Allt prestavaldið fylkir sér gegn þeim, og þannig er hin
hægmalandi Grótta guðs þvi nær stöðvuð. Því nær, en ekki
alveg.
Ég ætla að nota bókina, Spirit Teachings, sem máttarstoð
þessa kafla, á sama hátt og bók Vale Owens var grundvöllur-
inn að hugleiðingum mínum um framhaldslífið.
Skeytunum var veitt viðtaka af William Stainton Móses
en í upphafi bókar hans er fullkomin frásögn um æfi hans.
Rúmsins vegna get ég aðeins tekið upp fáein mikilsverð atriði
til þess að veita hugmynd um hvers konar maður hann var.
Hann fæddisl í Lincolnshire árið 1839, og faðir lians var
rektor latínuskólans þar. Skólaferill hans var glæsilegur, en
það var búizt við því að frægð hans myndi verða mest við
háskólann í Oxford. Illu heilli veiktist hann af ofreynslu,
daginn áður en lokaprófið átti að hefjast og honum var skipað
að fara utan sér til heilsubótar.
Hann dvaldist nokkur ár á meginlandinu og lauk prófi, er
hann kom heim aftur. Hann tók prestvígslu og var skipaður
aðstoðarprestur á eyjunni Mön.
Þar varð hann frægur fyrir kærleiksstarf í hlaupabólufar-
aldri, er þar geysaði. Það var enginn læknir búsettur í hér-
aðinu og skelfing íbúanna var svo mikil, að hann varð stund-
um að vera allt i senn læknir, prestur og likmaður.
Starfið var heilsu hans ofvaxið og hann fluttist til Douglas
á Mön og síðar til Suður-Englands. Hann veiktist i hálsi og
varð það til þess að hann hvorki gat prédikað né flutt fyrir-