Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 31
ÆVAR R. KVARAN:
TVEGGJA HEIMA TENGSL
BÓK UM FURÐULEGA FJÖLÞÆTTA SÁLRÆNA
HÆFILEIKA
I.
Þegar Matthew Manning lauk þessari bók, 1974, var hann
jafngamall Halldóri Laxness, þegar fyrsta bók hans kom út:
átján ára. Hins vegar er ekki líklegt að Matthew verði frægur
skáldsagnahöfundur eins og Halldór. Nei, hann er miklu lík-
legri til þess að skrifa fleiri sönn ævintýri, þar sem hann
sjálfur er söguhetjan, og aðrir en skáldsagnahöfundar eiga
áreiðanlega eftir að skrifa um hann, þ.e. vísindamenn þeir,
sem fást við rannsóknir sálrænna afla i manninum.
Matthew Manning er nefnilega gæddur fjölþættum sál-
rænum hæfileikum í svo ríkum mæli að afarsjaldgæft hlýtur
að teljast. Undur þau sem hafa ger/.t í sambandi við hann eru
furðulegri en nokkur skáldsaga. Á miðöldum hefði slíkur
maður vafalaust endað á bálkestinum sem magnaður galdra-
maður.
I návist Matthews Mannings hafa ýmiss konar hlutir farið
á kreik með óskiljanlegum hætti, flutzt til innan og milli
herbergja. Aðrir hafa birzt að því er virtist úr lausu lofti í
vitna viðurvist, án þess að nokkur vissi hvaðan þeir væru
komnir. Hvers konar áletranir hafa birzt á veggjum og jafn-
vel lofti í herbergjum Matthews og heimili foreldra hans.
Mannanöfn með ártölum, sem oftast reyndust vera dánar-
dægur viðkomandi manna, sem sumir virtust hafa verið eig-
endur hins gamla húss, sem fjölskylda Matthews bjó í.