Morgunn


Morgunn - 01.12.1984, Síða 10

Morgunn - 01.12.1984, Síða 10
84 MORGUNN marga, sem þar voru grafnir og bjóst ekki við neinum hrekkjum af hálfu þeirra kunningja minna, sem þar hvíldu. Flest var það aldrað fólk og vandað til orðs og æðis í lif- anda lífi, og hví þá að búast við öðru af sálum þeirra. Sálir þeirra: Jú, það var annar nóvember, allra sálna messa, og evrópskur siður var þarna í fullu gildi, að minn- ast látinna ástvina og ættingja með því að láta ljós lifa á leiði þeirra. Svartklætt fólk var á ferli út og inn í kirkjuna. Hátíð- leg alvara og einhver yfirnáttúruleg tilfinning einkenndi lýstan garðinn, hvolfþak kirkjunnar svífandi í þokuúðan- um og fólkið eins og skuggar að sinna um hina ósýnilegu skugga sálnanna, sem færð var birta, ylur og ástúð á þess- um myrka degi. Þessi atburður hafði mikil áhrif á mig á sínum tíma. Ég þekkti ekki af eigin raun þennan sið, hafði einungis um hann heyrt. En hvaðan var hann ættaður þessi siður? Átti hann ekki rætur í ævafornum hugmyndum um dauðs- ríki og afdrif sálarinnar eftir að bústaður hennar, sálar- skipið eins og Bólu-Hjálmar kallaði líkamann, var líflaus orðinn? Og hvernig stóð á því, að þessi minningardagur hinna lifandi sálna var daginn eftir allra heilaga messu, hinn fyrsta nóvember? Og hvaða tengsl voru hér við sálnahugmyndirnar, sem vér rekumst á um víða veröld, jafnt meðal veiðimanna norðurhjarans og dvergþjóða Afríkuskóga, í hámenningu kristinna þjóða og meðal lærðra spekinga Kínaveldis? 1 hinu merkilega riti sínu FrumstœÖ menning:i segir Ed- ward Burnett Tylor frá uppruna alira sálna messu. Hún mun hafa komist í messuskrár kirkjunnar skömmu fyrir lok tíundu aldar og var það Odilo ábóti í hinu fræga Cluny- klaustri í Búrgund sem upptökin átti. Klaustrið í Cluny var miðstöð andlegs iífs kirkjunnar ianga hríð og áhrifin það- an bárust vítt um allan hinn kristna heim. Munkarnir þar stunduðu helgisiði og guðrækni alla af miklu kappi og urðu fyrirmynd um klaustralifnað. Helgisögn segir að heilagur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.