Morgunn - 01.12.1984, Page 40
114
MORGUNN
ur smærri ílát og dropar af ýmsum litarefnum bætt út í
hvert fyrir sig, og síðan hellt úr þeim öllum aftur í sam-
eiginlegt ílát, þá blandast allir litirnir saman. Þegar aftur
er hellt úr stóra ílátinu yfir í hin smærri er eitthvað af
öllum litunum í hverju þeirra. Ef þetta er endurtekið aft-
ur og aftur og notast við nokkurn veginn sömu liti, verður
útkoman mögnun þessara lita í blöndunni. Á sama hátt
verður sí-endurtekin reynsla hópsálar dýranna til þess
að leggja til meðfædda eiginleika tegundarinnar.
Þróunargangan í gegnum lægri lífríkin, í átt að tak-
marki mannkyns er ómeðvituð og þar af leiðandi ólýs-
anlega seinfarin. Þegar að þróun í mannríkinu kemur er
framgangur einstaklingsins undir hans eigin stjórn. Hér
er hann þó einnig hægur til að byrja með vegna þess að
hin nýmótaða sjálfsmeðvitund er veigaiítii og Mónadið
hefur enn ekki lært að stjórna starfstækjum sínum. Hraði
göngunnar eykst hægt og bítandi í gegnum fjölda endur-
fæðinga i jarðneska líkama, en er með hvíldartímabilum
inn á milli til að Mónadið geti melt með sér lexíur þær
er það hefur numið.
Egóið sem kemur inn í myndina á frumstigi menningar
vinnur sig fram á við hægt og bítandi, skref fyrir skref,
og nemur hverja lexíuna af annarri í skóla lífsins. I fyrstu
er ekkert sem kallast getur siðferðiskennd, enginn grein-
armunur gerður á góðu og illu. En smám saman verður
maðurinn þess áskynja að hann skynjar ánægju þegar
farið er eftir lögmálunum, en sársauka ef unnið er gegn
þeim eða þau sniðgengin.
Leið mannlegrar þróunar er byggð á því að maðurinn
viðar að sér reynslu í mismunandi kynstofnum og kyn-
þáttum þar sem ákveðnir þróunarþættir eru ráðandi og
nauðsynlegir fyrir þroskagöngu mannsins. Maðurinn fæð-
ist innan mismunandi kynstofna til þess að geta lært
ákveðnar lexíur fyrir tilstilli mismunandi líkamsgerða og
umhvei’fis. Hver þjóð hefur ákveðna lexíu að kenna þeim
er innan hennar fæðist og ákveðinn boðskap að færa