Morgunn


Morgunn - 01.12.1984, Page 44

Morgunn - 01.12.1984, Page 44
118 MORGUNN 2. KAFLI. MAÐURINN OG LÍKAMAR HANS Það er almenn skoðun að maðurinn sé líkami og hafi sál. En samkvæmt kenningum hinna fornu fræða snýst þetta við. Líkaminn er ekki hinn raunverulegi maður, og að álíta svo er sambærilegt því að ruglast á húsi og þeim er í húsinu búa. Hinn raunverulegi maður er Mónadið sem er brot af guðdóminum og neisti af hinum guðdóm- lega eldi. Meistarinn Jesús sagði: „Brjótið þetta musteri, og á þrem dögum mun ég reisa það“, (Jóh. 2:19). Jesús talaði frá þeirri háleitu vitund sem við stefnum öll að þ. e. Krist-vitundinni er lítur eingöngu á líkamann sem tján- ingarmiðil vitundarinnar. Það er staðreynd að vitundin þróast einungis í gegnum takmarkanir. Mónadið hefur hjúpað sig efni mismunandi fínleika í þeim tilgangi að þroska vitundina og er efni jarðneska líkamans það grófasta. Benda má á að efni og orka eru víxlanleg hugtök og allt sem við köllum fast efni er raunverulega samansafn orku, hversu gegnheilt og ókljúfanlegt sem það kann að virðast í okkar augum. Innan þeirra orkusviða sem Mónadið hefur sjálfviljugt takmarkað sig, í þeim tilgangi að þróa ídveljandi mögu- leika er með því búa, og að auka vitund sína, samtvinnast hærri sviðin hinum lægri í öllum tilvikum, en vegna þess að tíðni sviðanna er mismunandi í hverju tilviki þá hafa þau ekki áhrif hvort á annað. Við könnumst við þá stað- reynd að andrúmsloftið er þéttskipað hinum ýmsu bylgj- um og að við getum skynjað eina bylgju og útilokað aðrar með því að „stilla inn á“ rétta bylgjulengd með tækjum sem byggð eru til þess. Samkvæmt hinni fornu heimspeki telur sólkerfi okkar sjö sammiðja svið er samanstanda af þessum samtvinn- uðu orkutíðnum. Fimm þeirra varða þróun mannsins beint enn í þessum kafla mun verða fjallað um þrjú, hið efnis-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.