Morgunn


Morgunn - 01.12.1984, Page 78

Morgunn - 01.12.1984, Page 78
152 MORGUNN „Hópsálin er ein sál og þó margar sálir. Fræðsluand- inn gerir þessar sálir að heild. Eins og sérstakar mið- stöðvar eru í heilanum, þannig eru í sínu sálræna lífi marg- ar sálir, tengdar saman af einum anda og fá næringu sína frá þeim anda. „Þegar ég var á jörðunni, heyrði ég hópsál til, en greinar hennar og andinn — sem líkja má við ræturnar — voru í ósýnilegum heimi. Því er svo farið, að ef þið ætlið ykkur að skilja sálræna framþróun, þá verðið þið að leita þekkingar á þessari hópsál og skilja það mál. Til dæmis að taka skýrir það marga af þeim örðugleikum, sem sum- ir munu segja ykkur, að ekki verði undan komizt nema með kenningunni um endurholdgun. Ykkur kann að finn- ast ég vera að fara með hégóma, en samt er það, í sér- stökum skilningi satt, að vér komum fram á jörðunni til þess að borga fyrir syndir annars mannlífs. „Það var okkar líf, og samt ekki okkar líf. Með öðrum orðum, sál, er heyrði til hóp, sem ég er partur af, lifði þessu lífi áður, og reisti fyrir mig máttarviði míns jarð- neska lífs, lifði þessu lífi, áður en ég hafði farið inn um hlið fæðingarinnar. „f þessum ósýniiega heimi er ástandið óendanlega mis- munandi. iÉg get aðeins sagt frá því, sem ég veit. Ég held því ekki fram, að ég sé óskeikull. „Á þetta, sem ég ætla nú að segja, getið þið litið sem áreiðanlegt. „Margir sálarmenn leitast ekki við að komast, aftur inn í jai’ðlífið, en andi þeirra birtist margsinnis á jörðunni og hann er sá tengiliður, er heldur saman hóp af sálum, sem eru á uppeftirleið í hinni sálrænu framþróun og hafa áhrif hver á aðra. Svo að þegar ég tala um andlega forfeður, þá á ég ekki við jarðneska forfeður mína, heldur við þá sálar- forfeður, sem eru bundnir við mig af sama anda. f þeim anda geta verið fólgnar 20 sálir, 100 sálir, 1000 sálir. Talan er mismunandi. Þetta veltur á ýmsu um hvern ein- stakan mann. En það, sem Búddistarnir nefna karma, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.