Morgunn - 01.12.1984, Page 78
152
MORGUNN
„Hópsálin er ein sál og þó margar sálir. Fræðsluand-
inn gerir þessar sálir að heild. Eins og sérstakar mið-
stöðvar eru í heilanum, þannig eru í sínu sálræna lífi marg-
ar sálir, tengdar saman af einum anda og fá næringu sína
frá þeim anda.
„Þegar ég var á jörðunni, heyrði ég hópsál til, en
greinar hennar og andinn — sem líkja má við ræturnar
— voru í ósýnilegum heimi. Því er svo farið, að ef þið ætlið
ykkur að skilja sálræna framþróun, þá verðið þið að leita
þekkingar á þessari hópsál og skilja það mál. Til dæmis
að taka skýrir það marga af þeim örðugleikum, sem sum-
ir munu segja ykkur, að ekki verði undan komizt nema
með kenningunni um endurholdgun. Ykkur kann að finn-
ast ég vera að fara með hégóma, en samt er það, í sér-
stökum skilningi satt, að vér komum fram á jörðunni til
þess að borga fyrir syndir annars mannlífs.
„Það var okkar líf, og samt ekki okkar líf. Með öðrum
orðum, sál, er heyrði til hóp, sem ég er partur af, lifði
þessu lífi áður, og reisti fyrir mig máttarviði míns jarð-
neska lífs, lifði þessu lífi, áður en ég hafði farið inn um
hlið fæðingarinnar.
„f þessum ósýniiega heimi er ástandið óendanlega mis-
munandi. iÉg get aðeins sagt frá því, sem ég veit. Ég held
því ekki fram, að ég sé óskeikull.
„Á þetta, sem ég ætla nú að segja, getið þið litið sem
áreiðanlegt.
„Margir sálarmenn leitast ekki við að komast, aftur inn
í jai’ðlífið, en andi þeirra birtist margsinnis á jörðunni og
hann er sá tengiliður, er heldur saman hóp af sálum, sem
eru á uppeftirleið í hinni sálrænu framþróun og hafa áhrif
hver á aðra. Svo að þegar ég tala um andlega forfeður, þá
á ég ekki við jarðneska forfeður mína, heldur við þá sálar-
forfeður, sem eru bundnir við mig af sama anda. f þeim
anda geta verið fólgnar 20 sálir, 100 sálir, 1000 sálir.
Talan er mismunandi. Þetta veltur á ýmsu um hvern ein-
stakan mann. En það, sem Búddistarnir nefna karma, sem