Morgunn - 01.12.1984, Page 109
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
183
svip. Hlutur hennar sýndist vera að hlynna að likama mín-
um frá mjöðmum til ylja.
Eins og áður er sagt lá ég þessa stund á bakinu, klædd-
ur náttfötum einum. Er gestirnir höfðu tekið sér stöðu við
hlið mína hófst þegar í stað læknisstarf þeirra. Þeir lyftu
allir samtímis höndum og létu þær ganga fram og aftur
yfir líkama mínum. Ekki snertu þeir mig beinlínis, en
komu þó sannarlega við mig á vissan hátt. Út frá fingrum
þeirra allra lágu ljósbaugar, sem ég var rækilega laugaður
í, ef svo mætti að orði kveða. Með hægri hendinni vakti
ég konu mína, sem átti rúm sitt þeim megin við mig.
Skýrði ég henni í örfáum orðum frá því, sem var að gjör-
ast og benti henni á verurnar þrjár.
Sá hún þær og tilburði þeirra en naumast eins greini-
lega og ég þar sem rúm hennar lá fjær. Héldumst við hjón
siðan í hendur, hljóð og gagntekin af þeim undrum, sem
voru að gerast. Hefir mér aldrei liðið betur á ævinni en
við heimsókn og aðgerð þessara dásamlegu vera.
Eftir svo sem 8—10 mínútna samfellt starf, gaf læknir-
inn, sem ég taldi vera, merki með hægri hendi. Starfinu
var lokið í þetta sinn. Verurnar þrjár hurfu hljóðlega út
úr svefnherberginu í öfugri röð við það er þær komu
inn. Við hjónin voum fyrst í undrunar- og fagnaðarvímu,
en féllum brátt í væran blund, sælli og hamingjusamari
en áður.
Og þessi dásamlega heimsókn og læknisaðgerð veranna
þi'iggja hélt áfram 6 næstu daga. Hófst hún ávallt kl.
12.30 að næturlagi og fór fram nákvæmlega eins og áður.
Mér fór strax að líða mun betur og ópíumglasið var lagt
til hliðar fyrir fullt og allt. Þessir dagar urðu einhverjir
hiestu hamingjudagar, sem við hjónin höfum átt saman
fyrr og síðar. Þeir gáfu okkur undursamlega reynslu, há-
ieitar minningar, sem lifað hafa í hug okkar og hjarta æ
síðan. Og á bak við þessa undursamlegu reynslu okkar
stendur svo sú ágæta kona, Margrét frá öxnafelli, sem