Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 5

Morgunn - 01.06.1991, Page 5
Guðjón Baldvinsson: RITSTJORARABB Ágætu lesendur, Fyrra hefti Morguns 1991 er hér með í ykkar höndum. Að venju er efni Morguns að niestu helgað málefnum spíritismans og því starfi sem innt er af hendi hjá Sálarrann- sóknafélagi Islands í hans þágu. Starfi sem þar hefur verið unnið að nú í hartnær 73 ár samfleytt, í gegnum þykkt og þunnt, ef svo má segja og sem virðist, og þá í takt við tíðarandann, blómstra mj ög um þessar mundir, ef marka má fjölda félagsmanna S.R.F.I. og aðsókn að starfseminni. Ymisleg andleg starfsemi er nú og í gangi vítt og breytt í þjóðfélaginu af ýmsu tagi og stefnum. Er þar að sjálfsögðu misjafn sauðyr í mörgu fé eins og gefur að skilja og því miður ekki allt gull sem glóir af því sem boðið er fram og kynnt undir merkjum dulhyggju og s.k. nýaldar. Mikil umfjöllun á sér jafnframt stað í nánast vel flestum fjölmiðlum landsins í dag, jafnt blöðum sem ljósvakamiðl- um. Er reyndar svo komið að maður opnar vart fyrir útvarp eða flettir dagblaði eða tímariti án þess að fyrir manni verði ekki einhvers konar umfjöllun, og mér liggur við að segja, oft á tíðum, upphrópanir eða dásemdardýrkanir á ýmsum greinum dulspeki, stjörnuspeki, vináttu- og ástartali, ótta- kenndri umfjöllun um aðjörðinogþaðlíf sem á henni þrífst rambi nú á barmi heljarþramar. Einhvern veginn læðist stundum að mér sá grunur að þarna séum við ekki á réttri leið. Þegar að streymir slíkur fjöldi ýmissa stefna og viðhorfa sem síðan er dembt yfir fólk í massavís, nánast gagnrýnilaust, þá hlýtur að skapast

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.