Morgunn - 01.06.1991, Síða 15
MORGUNN
Mér var stýrt í þetta starf
Straumar og öfl
Þórunn Maggý þekkir fleiri miðla en sjálfa sig. Hvað vill
hún segja okkur um þá.
- Sumir eru með þetta sterkar í sér en ég, eins og Hafsteinn
og Einar á Einarsstöðum. Þeir voru eiginlega á báðum stöð-
um í einu. Þetta er eins og sá sem fæðist með einhvern
ofsalegan reikningsheila og gerir hluti sem við kannski
kunnum ekki. Einar á Einarsstöðum lét t.d. stoppa bílana
þegar hann sá kindur eða eitthvað á götunni. Þá sagði pabbi
hans: „Það er ekkert á götunni." Ég er ekki svona mikið á
báðum stöðum, þó að ég hafi komið víða og séð margt.
Þegar ég fer í strætó beini ég kannski augunum allt í einu
beint aftan á einhverja manneskju fyrir framan mig án þess
að vera að hugsa neitt sérstakt. Þá frýs augnaráðið. Ég get
ekki hreyftaugun. Manneskjan fer aðhreyfa sigaf ónotum.
Ég sé það en það er alveg sama hvað ég reyni, ég get ekki
fært augun. Þar til allt í einu, þá er eins og manneskjan
andvarpi af feginleik með líkamanum. Þetta er skrýtið. Ég
skil þetta ekki og veit ekkert hvað gerist.
Stundum fæ ég tilfinningu fyrir einhverjum straumum í
umhverfinu, t.d. ákveðnum húsum.
Mér finnst til dæmis alveg óskaplega gaman að dansa, en
ég hef aldrei smakkað vín. Ég upplifði það að á sumum
dansstöðum er alveg yndislegt að vera, en á aðra staði alveg
hræðilegt að koma, - eins og maður ætli að kafna. Þetta
hefur eitthvað að gera með það að víni fylgir alltaf grófleiki.
Eg kann þó ekki að stýra þetta, því að mér finnst þetta svo
mismunandi gróft. Þó eru barir verstir, en skást þar sem
borðhald er.
Sálir sem þekkjast
Þórunn Maggý hefur skoðanir á öllum þáttum andlegra
fræða, þ.á.m. endurholdgun.
13
L