Morgunn - 01.06.1991, Page 17
MORGUNN
Mér var stýrt í þetta starf
og við hlöðum hvert annað orku. Þegar tveir strákarnir
voru litlir kölluðu þeir oft í mig og sögðu: „Mamma, gefðu
okkur straum!" Þá mátti ég setjast á mitt gólfið á milli
rúmanna og halda í höndina á þeim, og þá fundu þeir
hvernig orkan rann á milli.
Hlutverk íslands í heiminum
Þórunn Maggý telur að ísland eigi sér afar merkilegt hlut-
verk á andlega sviðinu. Við biðj um hana að skýra það nánar.
- Það skal ég gera. Ég var fyrir nokkrum árum í Bandaríkj-
unum. Þá var ég nýflutt utan og fannst nú ekkert sérstak-
lega mikið til þess koma. Þá kem égí verslun þar sem auglýst
var á hurðinni að maður frá Arizona muni halda þar fyrir-
lestur, þar sem hann falli í dá og fari yfir löndin í dásvefni.
Hann komi þarna tvisvar á ári.
Ég er svo heppin að sjá þetta og ákveð að bíða þessa þrjá
klukkutíma þangað til fyrirlesturinn byrjar.
_ Þar kemur að maðurinn byrjar að tala um að hann sé yfir
Islandi og þá urðu náttúrlega eyrun á mér stór. Hann segir.
//Það er dálítið skemmtilegt að koma yfir Island. Þar fæðast
gamlar sálir sem eru mjög reyndar og þroskaðar. Þarna
hef ur fæðst margt fólk sem hefur kornið flj ótt af tur inn í lífið.
Sumir hafa verið gyðingar. Þarna fæðist mikið af speking-
Un\. 94% af þjóðinni er með dulræna hæfileika."
Eg hætti eiginlega að hlusta þegar hann sagði þetta, af því
að mér fannst það svo mikil fjarstæða.
Það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar hann var kom-
inn úr transinum var að segja að þetta væri ekki rétt. En
bíddu við, hann var ekki lengi að koma með skýringu sem
ég dauðskammaðist mín fyrir að hafa ekki séð. Hann segir:
'Jæja, talið þið ekki öll um drauma?" Hann hélt áfram:
//Veistu, að það er alltaf svo gaman að koma til íslands. Það
eru náttúrlega margir staðir skemmtilegir. En frá þessu landi
eiga eftir að koma ógrynni af orku í framtíðinni. Bíddu bara
15