Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 23

Morgunn - 01.06.1991, Page 23
MORGUNN Mér var stýrt í þetta starf hundrað, en við vitum ekkert um þetta. Við vitum bara að við höldum á þessu litla barni og það eina sem við vitum er að barnið deyr einhvern tíma." Hann settist oft hjá mér til þess að fá upplýsingar um þetta. Starfsfélögum mínum fannst þetta svo sérkennilegt af því að hann virtist ekki vera inni á þessari línu. En hann var kominn yfir um ári seinna. Þarna var einhver undirbúningur kominn af stað. Sál hans vissi þetta ábyggilega, þótt hann vissi það ekki sjálfur. Þetta er dæmi um það sem sálin veit en við vitum ekki. Stúlka á miðöldum Ég fór á dansleik í fyrra. Þar mætti 4g konu sem leit strax frá mér á ungan pilt sem með henni var. Ég hrökklaðist frá þeim og sagði við sjálfa mig: „Guð minn almáttugur!" Þá skynjaði ég allt í einu að þetta var kona. Ég fór beint heim og upplifði þessa nótt einn mesta harrn- leik sem ég get ímyndað mér. Ég gekk um gólf, fór í sturtu, hljóp niður í bæ, gerði allt sem ég gat til þess að losna við Uþplifunina. En ég gat ekki losnað við þetta. Eg sá alltaf fyrir mér árið 930. Mér finnst ég hafa verið ung stúlka , mjög ung stúlka, kannski svona 15 ára. Ég átti heima á landsvæði sem ég held að hafi verið í Skotlandi eða Wales. Eg átti heima í kastala og var með sérstakt höfuðfat, eins og Etið þríbrot, á höfðinu. Eg var með sítt hár og var í geysilega fallegum kjól. A veggjunum var klæði sem huldi þá að hluta. Ég skynjaði föður minn, en hann var smákóngur. Það átti að gefa mig öðrum smákóngi, þótt ég væri svona ung. í rauninni höfðu þeir samið um að sameina ríki sín. Síðan fór ég með honum. Eg man að ég sá lítið af þessum eiginmanni mínum. Síðan hyrjuðu erjur og stríð, sem ég man lítið eftir. En þá neyðist hann til að flýja eitthvað í burtu undan óvinum sínum. 21

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.