Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 28
Jess Stearn:
LEITIN AÐ SÁLUFÉLAGA
„Vissirðu það/' sagði Nikki Schevers, „að nú er öld sálufé-
laganna." Eg fylgdist forvitinn með henni þegar hún tók
morgunverðinn minn af bakkanum ogsetti hann á borðið.
„Þú ættir að kynna þér það mál," sagði hún um leið og hún
rétti mér appelsínusafann. „Þú veist að það eru haldin
námskeið þar sem þér er kennt að finna sálufélagann þinn."
Eg hafði þekkt Nikki í rnörg ár án þess að vita of mikið um
einkalíf hennar, nema það að hún virtist vera kona í frekar
góðu jafnvægi og bar með sér ferskan, brothættan yndis-
leika.
„Og hver er þín hugmynd um sálufélaga?" spurði ég.
Hún horfði í kringum sig í litlu veitingastofunni til þess að
ganga úr skugga um að þeir fáu sem þar væru þyrftu ekki
á athygli hennar að halda og enni hennar hrukkaðist er hún
hugsaði sig um.
„Það snýst um meira en bara samlyndi," sagði hún, „meira
en bara það að hæfa hvort öðru. Það er eins og þið tilheyrið
hvort öðru, hafið alltaf gert og vitað það frá þeirri stundu
sem þið hittust."
Hún sendi mér hjálparvana bros.
„Ég hugsa að ég lýsi þessu ekki vel. En þetta er tilfinning
að mestu leyti um að þið séuð ætluð hvort öðru og fær ykkur
til þess að finnast sem alheimurinn og allt innan hans sé
ykkar - og að þið séuð hluti af honum."
Hún var fegurðardís frá Kaliforníu, háfætt, með geislandi
blá augu og ljóst hár, að aldri einhvers staðar á milli tvítugs
og þrítugs og merkilegt nokk, ógift.
„Hefur þú átt sálufélaga?" spurði ég.
Hún kinkaði kolli og augu hennar geisluðu eitt andartak
en dökknuðu svo.
26