Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Qupperneq 28

Morgunn - 01.06.1991, Qupperneq 28
Jess Stearn: LEITIN AÐ SÁLUFÉLAGA „Vissirðu það/' sagði Nikki Schevers, „að nú er öld sálufé- laganna." Eg fylgdist forvitinn með henni þegar hún tók morgunverðinn minn af bakkanum ogsetti hann á borðið. „Þú ættir að kynna þér það mál," sagði hún um leið og hún rétti mér appelsínusafann. „Þú veist að það eru haldin námskeið þar sem þér er kennt að finna sálufélagann þinn." Eg hafði þekkt Nikki í rnörg ár án þess að vita of mikið um einkalíf hennar, nema það að hún virtist vera kona í frekar góðu jafnvægi og bar með sér ferskan, brothættan yndis- leika. „Og hver er þín hugmynd um sálufélaga?" spurði ég. Hún horfði í kringum sig í litlu veitingastofunni til þess að ganga úr skugga um að þeir fáu sem þar væru þyrftu ekki á athygli hennar að halda og enni hennar hrukkaðist er hún hugsaði sig um. „Það snýst um meira en bara samlyndi," sagði hún, „meira en bara það að hæfa hvort öðru. Það er eins og þið tilheyrið hvort öðru, hafið alltaf gert og vitað það frá þeirri stundu sem þið hittust." Hún sendi mér hjálparvana bros. „Ég hugsa að ég lýsi þessu ekki vel. En þetta er tilfinning að mestu leyti um að þið séuð ætluð hvort öðru og fær ykkur til þess að finnast sem alheimurinn og allt innan hans sé ykkar - og að þið séuð hluti af honum." Hún var fegurðardís frá Kaliforníu, háfætt, með geislandi blá augu og ljóst hár, að aldri einhvers staðar á milli tvítugs og þrítugs og merkilegt nokk, ógift. „Hefur þú átt sálufélaga?" spurði ég. Hún kinkaði kolli og augu hennar geisluðu eitt andartak en dökknuðu svo. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.