Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 39

Morgunn - 01.06.1991, Side 39
Ed Gage: Það sem ég lærði UM ENDURHOLDGUN í parííinu heima hjá Kalla um síðustu helgi Eg veit nú svo sem ekki mikið um þessi endurholdgunar- mál, en ég veit þó meira núna en ég gerði fyrir nokkrum dögum síðan. Það byrjaði þegar Kalli vinur minn bauð mér heim til sín í óformlegt partí. Kalli er á kafi í nýöldinni, heilsufæði og allskonar svoleiðis málum og uppfræðsla mín hófst óðara og ég hafði hringt dyrabjöllunni. Þegar Kalli opnaði dyrnar, íklæddur leðurpilsi og öðrum útbúnaði rómversks hermanns, þá gat ég mér þess strax til að á milli okkar hefði átt sér stað alvarleg tjáskipta bilun. En þá birtist stúlka klædd í þunnar slæður með Egyptalegu yfirbragði og veifaði gúmmísnák í kveðjuskyni og þá vissi ég að það yrðu ekki bara hamborgarar á veröndinni. /,Hæ granni," sagði Kalli. „Leyfðu mér að kynna þig fyrir Eærustunni minni, henni Kleópötru. Ég er viss um að þú hefur heyrt minnst á hana." „Gaman að hitta þig," sagði ég. „Sömuleiðis," svaraði hún og veifaði snákinum aftur. „Hæ, þarna eru Napóleon og Jósefína við púnsskálina. Hafið mig afsakaða á meðan ég fer og heilsa þeim." Og í burtu dansaði hún, inn í setustofuna, sem virtist vera full af sýnishornum úr kvikmynd um sögu heimsins. „Heyrðu Kalli," byrjaði ég... „Nei , nei," leiðrétti hann mig. „í kvöld heit égJúlíus Sesar." „Heyrðu, aa..., hérna, Júlíus," sagði ég. „Ég hélt að þú Eefðir sagt mér að þetta væri komdu-eins-og-þú-ert-partí." Kalli-Júlíus Wó og leit á íþróttapeysuna mína og gallabux- urnar. 37

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.