Morgunn - 01.12.1996, Side 39
Dulrænar frásagnir...
skemmtilega söfnunarstarfi okkar. Þess vegna hvetj-
um við ykkur, lesendur góðir, endilega að rita niður
eina og eina duiræna frásögn sem ykkur hefur hent
á ævinni eða sem hefur hent einhvern sem þið þekk-
ið persónulega og senda okkur þær í Sálarrann-
sóknaskólanum til að stækka og fullkomna enn
meira dulræna sagnasafnið okkar. Og þið getið ósk-
að bæði eftir nafnleynd á sögurnar og eða að þær
komi aldrei fyrir almenningssjónir, þ.e. að þær verði
aðeins sem dulrænar heimildir í sagnasafninu.
Lætur nærri að uppundir eittþúsund dulrænar
frásagnir stórar og litlar séu komnar í sagnasafnið
nú þegar. En eitt er morgunljóst, að seint eða aldrei
verður neinn teljandi skilningur á stöðu og hegðun
dulrænna mála hér á landi sem annars staðar í ver-
öldinni, verði ekki dulrænni reynslu almennings á
hverjum stað fyrir sig safnað og henni raðað skipu-
lega saman til samanburðarfræða.
En munið þið enn og aftur kæru lesendur:
Sendið inn til okkar dulrænar frásagnir af hvaða
tagi sem er. Slíkar frásagnir eru gjarnan merkileg-
ir draumar, (ykkar eða annara,) undarleg dulræn
skynjun, fyrirboðar, merkileg ferð til miðils,
meintar lækningar að handan, nú eða bara álfa-
eða huldufólkssögur eða aðrar slíkar afar merki-
legar sögur, sem ykkur eða aðra hefur hent. Allt
er vel þegið. Munið það! Aðeins eitt skilyrði er,
það að frásögnin hafi ekki þegar verið birt á
prenti annars staðar.
Utanáskriftin til okkar er:
Sálarrannsóknaskólinn,
Vegmúla 2. 108 Reykjavík.
MORGUNN 37