Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 54

Morgunn - 01.12.1996, Side 54
Af litum og lækningum Ég tel að við eigum að fara varlega í að útskúfa lit- um og við eigum heldur ekki að oflofa þá, hér sem annars staðar er meðalhófið best. Hvað orku varðar er hún mismunandi frá einum lit til annars, t.d. er blái liturinn talinn góður heilunar- litur, lífsþráðurinn er silfurlitaður, ljósið hvítt, sólin gulllituð, kærleikurinn og ástin græn o.sv.frv. Ástæðan fyrir þessari lita umfjöllun er sú, frá minni hendi, að ég tel mig vita að margir sem eru að biðja fyrir sjúkum og bágstöddum, reyna að senda þeim einhvern lit og þá oftast bláan, sem því miður getur svo orðið það mikill að valdi skaða. Hvað skal þá gera? Má engan lit senda? Jú, ég tel mig hafa það fyrir satt að ljósið og hvíti liturinn beri í raun í sér alla aðra Iiti og því sé það besta mál að ef við sendum lit, þá sendum við ljósið og eða hvíta lit- inn. Með því höldum við besta jafnvæginu í litasam- setningunni, en það er einmitt það, sem við öll þörfn- umst. Eins og áður segir hefur hver orkustöð sinn eigin aðallit, hver sem í hlut á. Áran eða lífsljósið, er hinsvegar ekki bara einstak- lingsbundið, heldur síbreytilegt. Þeir sem sjá áru ann- arra geta fylgst með hugarfari þeirra. Geðhrif breyta árulitum. Gleði sýnir allt aðra liti en reiði, svo dæmi sé nefnt. Ára, eða höfuðljós, þeirra sem eru að ræða andleg mál er á mikilli hreyfingu, það getur skyndilega stækkað eða dregið sig saman. Þetta hef ég oft séð sjálfur og mér virðist þetta fara eftir þeim krafti sem í orðum þeirra felast. Þessi breyting árulitanna skýrir sig sjálf ef við höf- 52 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.