Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 27

Morgunn - 01.12.1996, Side 27
Hún sagði: „l>að er verið að refsa þér. “ lengi „refsing“ hennar mundi standa yfir. Myndi þetta þýða að hún gæti aldrei alið heilbrigt barn? Án frekari umhugsunar ýtti ég handfylli af bréfum út af borðinu og teygði mig eftir símanum. Þau fyrir handan studdu mig fullkomlega í þessu því stúlkan hafði ritað símanúmer sitt á bréfið og þegar ég hringdi í það þá var hún einmitt viðlálin. „Auðvitað er ekki verið að refsa þér, góða mín,“ sagði ég við hana eftir að ég hafði kynnt mig. „Ég hef aldrei heyrt þvílíka vitleysu. Guð mundi ekki gera slíkt. Litla dóttir þín er ein af þessum sérstöku börn- um, sem þurfa ekki að dvelja á jörðinni." Ég róaði hana og útskýrði heimspeki okkar eins vel og ég gat. „Þú skalt eignast annað barn, góða mín, ég er viss um að það verður allt í lagi næst,“ sagði ég. „En taktu nú eftir, því þetta er mikilvægt: Hefurðu númerið hjá þessum miðli, sem sagði þessa vitleysu við þig? Við verðum að stoppa þetta.“ „Nei, ég geymdi það ekki. Ég vildi ekkert hafa meira saman við hana að sælda,“ svaraði hún, „en ég get fundið það. Hún auglýsir í staðarblaðinu í hverri viku.“ Hún skrapp frá og ég heyrði skrjáf í dagblaði. Síð- an kom hún aftur. „)á, hér er það Doris,“ og hún las númerið fyrir mig. „Hún er því miður ekki við,“ sagði maðurinn sem svaraði þegar ég hringdi í númerið. „Á ég að taka nið- ur bókun fyrir þig?“ „Nei,“ sagði ég festulega, „mig langar einungis að ræða við hana. Ég heiti Dores Stoke.“ morgunn 25

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.