Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 63

Morgunn - 01.12.1996, Side 63
Anthony Chamberlaine-Brothers: Guð minn góður, hvernig líturðu út? Ég þori að veðja upp á það, að þeir, sem ekki hafa velt þessari spurningu fyrir sér einhvern tímann á ævinni, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Eg veit vissulega hvernig ég lít sjálfur út, því það hefur alltaf verið til nóg af speglum handa mér til að spegla mig í, og ég á fullt af Ijósmyndum, sem sýna mér ímynd mína frá ýmsum hliðum, og af þessu öllu þekki ég auðvitað and- litið best, - grannholda, hrukkótt, með yfirvaraskegg, stundum alskegg, svolítið útstæð augu og stór eyru, sem sæjust standa út frá höfðinu ef ekki væri fyrir þykkur hárlubbi, sem vex vel í hlið- unum, alveg öndvert við það, sem er ofan á sköllóttum kollinum. En nóg um mig, hvað um þig, hvernig lítur þú út? Þú veist sjálf(ur) jafnvel og ég, hvernig þú lítur út, en hver er ímynd þín gagnvart öðrum? Hvorki þú eða ég getum vitað hvernig við lítum út frá sjónarhóli annarra, því það er ekki bara hið ytra útlit sem þeir sjá, það er persónuleikinn, fasið, hin almenna „sögu- persóna,“ sem einnig hefur sterk áhrif á þá, sem hitta okkur, allt það, sem við þekkjum ekki, því speglar, myndir og önnur áþekk þarfaþing, geta aðeins sýnt okkar ytri ásýnd. Svo hvað þá um guð? Hvernig lítur hann út? MORGUNN 61

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.