Morgunn - 01.12.1996, Síða 82
Hugheimar
um, eins og hér á jarðríki. Þar eru menn ekki gæddir
hinum afar næmu skynjunum, sem þeir hafa í geð-
heimum, er gera þeim fært að sjá og heyra, það sem
gerist í geysimikilli fjarlægð. í stað þess komast þeir
að raun um, er þeir eru komnir upp í hugheima, að
þeir hafa öðlast alveg nýja skynjunargáfu, er líkist
engri þeirri skynjun, sem við höfum áður þekkt, en
sýnist þó fela þær allar í sér og er meira að segja full-
komnari en þær allar til samans. Með þessari alskynj-
un eða heildarskynjun, gerir maðurinn ekki aðeins að
sjá, heyra eða í'inna hverja þá veru eða hlut, sem
hann verður var við, heldur öðlast hann þegar í stað
rækilega þekkingu til dæmis á hverjum þeim hlut,
sem hann skynjar. Hann skynjar hann bæði að utan
og innan, þekkir þegar í stað orsakir hans og afleið-
ingar, veit til hvers hann getur orðið og þekkir af-
stöðu hans gagnvart öllu, að minnsta kosti í hug-
heimum og báðum tilverustigunum fyrir neðan þá.
Og þá gerir maður líka þá uppgötvun, að það er sama
að hugsa um hlutina i hugheimum og koma þeim í
framkvæmd. Þar þarf maður ekki að vera milli vonar
og ótta um nokkurn hlut, aldrei að bíða og sjá, hverju
fram vindur. Ef við hugsum okkur og þráum að vera
komnir á einhvern sérstakan stað, þá erum við og
komnir þangað á sama augnabliki. Og hver sá mað-
ur, er hugsar um vini sína, hlýtur að sjá þá í sömu
svipan frammi fyrir sér. Þar getur enginn misskilning-
ur orðið né nokkur látið blekkjast af ytra útliti, því að
hver hugsun manna og tilfinning er sýnileg, og sem
opin bók í hugheimum.
Og ef maður á því láni að fagna að eiga vin, sem
hefur öðlast hinar æðri skynjunargáfur, getur maður
80 MORGUNN