Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 22

Morgunn - 01.12.1996, Side 22
Efnið og andinn að eiga sér stað fyrir árið 2000, svo hún fari að vinna að sínu rétta hlutverki. Það eru engar reglur um það að ráðherra kirkju- mála gæti ekki verið heiðingi í augum kirkjunnar, sem sagt hvorki skírður né fermdur. Þá er trúfrelsi í landinu svo hvernig er hægt að réttlæta það að ein trú sé á vegum ríkisins en aðrir trúarhópar ekki. Þessi fjögur atriði þykja mér vera fullgild rök fyrir því að ríki og kirkja eigi að vera að- skilin. Þegar kirkjan færi að starfa óháð þá fyrst kemst á jafnvægi. Þá verður kirkjan að vera til vegna safnað- arins. Þetta mál er reyndar það margþætt að það gæti verið efni í aðra grein og kannski ættum við að taka það fyrir síðar. Eg tók þátt í ráðstefnu sem Landsmálafélagið Vörður hélt árið 1972, en fyrir henni stóð Magnús heitinn Jónsson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Þarna voru flutt fimm framsöguerindi, þar af flutti ég eitt. Mér er eitt ákaflega minnisstætt frá þessari ráð- stefnu. Þarna flutti Ólafur Einarsson sagnfræðingur, erindi, en hann hóf mál sitt með því að segja eitthvað á þessa leið: „í guðanna bænum farið ekki að aðskilja kirkju og ríki. Kirkjan er alltof mikið afl til þess að vekja. Lof- ið henni að halda áfram að sofa á brjósti ríkisins.“ Þátttaka í alheimssamtökum spíritista Þátttaka mín í I.S.F., alþjóðasamtökum spíritista, hófst með svolítið sérkennilegum hætti. Seinni kona mín, Lilja Viktorsdóttir, og fyrri kona Hafsteins 20 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.