Morgunn - 01.12.1996, Síða 84
Hugheimar
einnig hve mikla örlagaskuld þeir eiga ennþá
ógoldna, uns „allur hinn mikli og raunalegi reikning-
ur“ er greiddur að fullu. Og þannig geta þeir gengið
alveg úr skugga um, hvar þeir eru staddir á fram-
sóknarskeiðinu.
Vera má að menn spyrji, hvort framtíðin blasi eins
glöggt og greinilega við í hugheimum og nútíðin, en
svo er ekki. Framsæisgáfa sú, er menn geta alveg reitt
sig á tilheyrir ennþá hærra tilverustigi. Þó geta menn
séð nokkuð langt fram í tímann í hugheimum, en
hvergi nærri svo að þeir geti verið alveg vissir um að
þeim skjöplist ekki. Því að þegar um framtíð
þroskaðs manns er að ræða, getur vilji hans sjálfs
brugðið nýjum og nýjum þráðum inn í örlagavefinn
og gerbreytt þannig gerð hans á komandi tímum.
Hinsvegar er allt öðru máli að gegna um þær mann-
eskjur, er hafa ekki tekið verulegum þroska. Þær hafa
engan vilja, sem vilji getur heitið. Það er því vinnandi
vegur, að sjá hvað fyrir þeim liggur í næstu jarðvist.
En þegar hinn innri maður (egóið) er orðinn svo
þroskaður, að hann fer, í orðsins fyllsta skilningi, að
verða sinnar gæfu smiður, er alveg ógerningur að sjá,
hvað fyrir honum kann að liggja.
Umhverfið
Hið fyrsta, sem lærisveinninn, er fer með fullri
meðvitund inn á hið himneska tilverustig, verður var
við, er hið óumræðilega sæluástand og hið geysi-
sterka lífsmagn, er gagntekur hann. Þar að auki hef-
ur hann og öðlast alveg nýja skynjunargáfu, sem er
miklum mun fullkomnari en þær, er hann hefur ver-
82 MORGUNN