Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 6

Morgunn - 01.12.1996, Page 6
Ritstjórarabb virðist nefnilega ekki eiga við um allt í tilverunni, í hugum sumra að minnsta kosti. Vísindin eru sífellt að bæta við sönnunum um að allt í tilveru okkar sé lögmáli háð, regla sé á öllu, jafnvel því, sem við höf- um talið og haldið fram, að væri megnasta óregla í kerfi náttúrunnar. Ef jörðin er búin að vera til sem slík í 4-5 milljarða ára og reyndar enn í fullu gengi og er ekki að sjá að neitt lát sé á tilveru hennar í náinni framtíð, því skyldi þá eitthvert annað lögmál gilda í þessu efni og um annað það, sem henni tengist. Vissa um áframhaldandi líf hlýtur að leggja þeim, sem því trúir, talsvert meiri ábyrgðarkennd á herðar, skyldi maður ætla, en þeim, sem sannfærður er um að lífið vari aðeins þá örskotsslund á eilífðarbraut, sem hann lifir hér á jörð. Ef lífsmark og vitund hvers og eins varaði einungis þá stund, liggur við að segja megi að grunnur almennrar siðfræði og framkomu einstaklings við náunga sinn og umhverfi hafi lítið að segja. Ef öllu væri lokið, klárt og kvitt, við hinn jarð- neska dauða, væri þá ekki bara um að gera að ná sem mestum gæðum út úr þessu lífi, hafa það nógu flott og þægilegt, jafnvel þó slíkt gæti kostað yfirgang og illa meðferð á meðbræðrum sínum? Það hlýtur að vera. Illmenni og einræðisherrar, morðingjar og pynt- ingastjórar væru ekkert verr eða öðruvísi staddir en andlegir leiðtogar, góðmenni eða fólk, sem leiðbeinir, hjálpar, styrkir og styður samferðafólk sitt, jafnvel fórnar sér fyrir aðra allt lífið, þegar dauðinn hefði hrifið það í sinn lokafaðm. Þá væri einfaldlega öllu lokið og allir jafnir, hvernig svo sem þeir voru í „pott- inn búnir.“ Einfaldlega útþurrkaðir úr öllu sem heitir tilvera. 4 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.