Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 81

Morgunn - 01.12.1996, Page 81
Hugheimar raun um, að þetta er ekki aðeins líkleg tilgáta vísinda- manna, heldur sannreyndur hlutur. Þeir sjá þá jafn- framt, að allir hlutir eru þrungnir allsherjat* lífi og þeir sjá allt þetta með miklu fullkomnari hætti, en þá hafði áður órað fyrir. Það er sem sjóndeildarhringur þeirra hafi víkkað að miklum mun. Þeir sjá og hvar ýmsar nýjar framfaraleiðir opnast þeim um ríki nátt- úrunnar, þar sem menn er ekki hai'a öðlast hina æðri skynjun, geta ekki betur séð en að hér sé um hina frá- leitustu höfuðóra að ræða. En þegar þetta getur orðið árangurinn af geðrænni skyggni, sem er beint að jarðneskum hlutum, þá ættu menn að geta gert sér nokkurn veginn í hugarlund, hver áhrif það getur haft á skoðanir manna á tilver- unni, að hefja sig fyrst upp yfir hið jarðneska tilveru- stig, geta þá athugað hið fullomnara ástand lífsins í geðheimum, sjá sjálfir hinn mikla sveifluhraða nátt- úrunnar, sjá svo opnast ennþá furðulegri veröld, þar sem allur sveifluhraði er að sínu leyti margfalt hrað- ari öllum þeim sveiflum, sem við eigum að venjast, eins og Ijósöldurnar eru miklum mun hraðari hljóð- öldunum. í þessari nýju veröld blasir lífið allsstaðar við mönnum, bæði umhverfis þá og hið innra með þeim sjálfum. Er það þrungið sístarfandi orku, og er sem það sé hafið upp í hærra og dýrðlegra veldi. Ný skynjun Sjálf skynjunin, sem gerir mönnum fært að „sjá“ og athuga allt þetta, er vissulega ekki hið minnsta undur hins himneska tilverustigs. í hugheimutn heyra menn t.d. ekki né sjá með sérstökum skynfær- morgunn 79

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.