Morgunn - 01.12.1996, Page 17
Efnið og andinn
kannaðist ekki við þetta. Þá var mér farið að þykja að
lítið væri orðið úr sönnuninni. En þriðja systirin,
Guðrún, sem þarna var líka stödd, hafði heyrt samtal
okkar Sigurlínu og hún grípur þarna fram í fyrir okk-
ur og segir:
„Auðvitað var pabbi með krepptan litla fingur á
hægri hendi. Hvernig stendur á að þú mannst þetta
ekki, Sigurlína?"
Þetta varð til þess að ég fór að ígrunda þetta enn
frekar og komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún var
yngst þeirra systra og krepping fingursins var öldrun-
arvandamál hjá Birni, sem ekki varð til fyrr en eftir
að eldri systurnar voru fluttar að heiman en Guðrún
fór síðust þeirra.
Þetta tel ég vera nægilega sönnun fyrir framhaldslífi
því að þetta hafi ekki verið huglæg yfirfærsla, það var
hvorki verið að lesa í huga minn né dóttur Björns
þarna á fundinum. Ég vissi þetta ekki og ég sé ekki
nokkurn möguleika á að Hafsteinn hafi getað fengið
þessar upplýsingar neins staðar og þetta er persónu-
bundin yfirfærsla í orkusvið miðilsins. Það er eins með
þetta og það, að það þari' ekki nema einn hvítan hrafn
til þess að sanna að þeir séu til þó þeir séu sjaldséðir.
Þessi sönnun hafði mjög sterk áhrif á mig af því að
hún var efnisleg, hún var ekki upplýsingalegs eða
huglægs eðlis, en ég fann út síðar að það var hægt að
lesa út á svona fundum, allt sem ég vissi. Eftir það
varð ekkert sem fram kom á þeim sönnun fyrir mér
nema það, sem ég vissi ekki þá stundina og fann út
seinna, sjálfur eða hjá öðrum. Hitt getur þó út af fyr-
ir sig líka verið sönnun en síðari kosturinn útilokar
hugsanaílutning.
morgunn 15