Morgunn - 01.12.1996, Blaðsíða 76
Hugheimar
I
hafa legið í dáleiðslu og þeir hafa sloppið undan valdi
dávaldsins. En þeir eru samt færri, sem hafa haft
nema einhverja óljósa endurminningu um óumræði-
lega sælu, er þeir hafa raknað við, og hefur slík end-
urminning borið, alloftast, meiri eða minni keim af
trúarskoðunum þeirra.
Þegar hinn framliðni maður, sem hefur lifað meira
og meira innrænu lífi, síðan hann skildi við jarðneska
líkamann, er kominn inn á þetta tilverustig, geta
hvorki tregahugsanir eftirlifandi ástvina né tilraunir
sambandstrúarmanna orðið til þess að draga hann
aftur ofan á jarðríki. Hann hverfur því ekki aftur nið-
ur á hið jarðneska tilverustig, fyrr en hinir andlegu
kraftar, sem eiga rætur sínar að rekja til síðustu jarð-
vistar, eru með öllu þrotnir. Er hann þá reiðubúinn til
þess að íklæðast aftur jarðneskum líkama. Og þótt
svo væri, sem ekki er, að hann gæti birst hér á jarð-
ríki úr hugheimum og reynt að skýra frá því, hvernig
þeir komu honum fyrir sjónir, þá mundi lýsing hans
ekki gefa mönnum nokkra verulega hugmynd um
þetta dýrðlega tilverustig. Því að eins og síðar mun
sýnt verða fram á, eru það ekki nema þeir menn, er
geta farið í lifanda lífi með fullri meðvitund inn á
það, sem er fært að ferðast þar um og njóta allrar
þeirrar dýrðar og fegurðar, sem það hefur til að bera.
En frá öllu þessu verður skýrt nánar, er við reynum
að lýsa íbúum hugheima, eins hins himneska tilveru-
stigs.
Fögur lýsing
Lýsing sú, er hér fer á eftir, er tekin úr bréfi eins af
74 MORGUNN