Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Eigendur fjárí pen-ingamark-
aðssjóðum eru eins
og gefur að skilja
óánægðir með það
tap, sem þeir urðu
fyrir í bankahruninu. Þetta á
einkum við um sjóði Lands-
bankans þar sem þriðjungur
fjárins tapaðist. Í fyrradag átti
Jón Þór Sturluson, aðstoðar-
maður viðskiptaráðherra,
ásamt tveimur skrifstofustjór-
um úr viðskiptaráðuneyti og
fjármálaráðuneyti fund með
fulltrúum samtakanna Rétt-
lætis, sem stofnuð hafa verið af
hálfu fólks, sem lagt hafði fé í
peningamarkaðssjóði bankans.
Athugasemdir fólksins eru af
ýmsum toga. Því er haldið fram
að kynning á sparnaðarleiðinni
hafi veri röng. Markaðs-
setningin hafi byggst á að bréf-
in væri örugg sparnaðarleið
fyrir áhættufælna fjárfesta og
hafi verið siðlaus, ef ekki ólög-
leg.
Hópurinn heldur því fram að
þjónustufulltrúum Landsbank-
ans hafi verið kennt á nám-
skeiðum að nefna ekki Lands-
vaka, dótturfélagið utan um
peningamarkaðssjóðina, nema
sérstaklega væri um það spurt.
Einnig segir hann að skipu-
lagðar hafi verið úthringingar
til einstaklinga, sem fæddir eru
1947 eða fyrr, til að benda á
peningamarkaðssjóðina. Þeir,
sem hringdu, hafi haft reikn-
inga viðkomandi einstaklinga
fyrir framan sig, sem gæti tal-
ist lögbrot og brot á banka-
leynd.
Þá gagnrýnir hópurinn að í
peningamarkaðssjóðunum lágu
skuldabréf í bankanum sjálfum
og félögum tengdum helstu eig-
endum bankans.
Þetta eru allt saman alvar-
legar ásakanir og bankinn hef-
ur brugðist seint og treglega
við. Hlutdeildarskírteinishafar
í peningamark-
aðssjóðum Lands-
bankans fengu sent
opið bréf frá S. El-
ínu Sigfúsdóttur,
bankastjóra nýja
Landsbankans,
fyrr í mánuðinum þar sem gerð
er tilraun til að fara yfir mark-
aðssetningu, rekstur og slit
peningamarkaðssjóða gamla
Landsbankans. Afsökunartónn
er í bréfinu, sem er skrifað til
að svara ásökunum á opnum
fundi eigenda peningabréfa í
Landsbankanum í lok nóv-
ember, en um leið er reynt að
verja bankann. Sérstaklega er
tekið fram að í kynningarefni
sjóðsins hafi verið tiltekið
hvaða áhætta væri samfara því
að leggja í hann fé og ábyrgð á
að draga upp aðra mynd varpað
á starfsfólk. „Starfsfólk virðist
í einhverjum tilfellum hafa
kynnt fjárfestingu í sjóðnum
sem áhættulausa að því er varð-
ar höfuðstól,“ segir í bréfinu.
„Þessi framsetning er ekki rétt
og á ekki stoð í þeim gögnum
sem lögð voru fyrir starfsfólk
til að styðjast við í markaðs-
setningu sjóðanna.“
Svo mikil brögð virðast hins
vegar hafa verið að því að
starfsmenn bankans hafi gert
lítið úr áhættunni af þessari
sparnaðarleið að ólíklegt er að
einstakir starfsmenn hafi tekið
það upp hjá sjálfum sér að
hundsa þau gögn, sem lögð
voru fyrir þá til að styðjast við.
Jón Þór Sturluson sagði eftir
fundinn að athugað yrði hvort
ástæða væri til að vísa þessum
málum til fleiri aðila en Fjár-
málaeftirlitsins, sem nú hefur
þau til athugunar. Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra
muni bregðast við eftir helgina.
Rannsókn málsins þarf að fara
fram með þeim hætti að full-
nægjandi svör fáist við öllum
þeim spurningum og ásök-
unum, sem komið hafa fram.
Athugun pen-
ingamarkaðssjóða
þarf að skila full-
nægjandi svörum}
Rýnt í ásakanir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
M
jög brýnt er að söfn
víða um land hafi
samstarf og þá sér-
staklega þegar mik-
ill kostnaður fylgir
varðveislu og viðhaldi eins og þegar
um báta af ýmsum stærðum og gerð-
um er að ræða. Þetta er mat Ágústs
Georgssonar, fagstjóra á Þjóðhátta-
safni Þjóðminjasafnsins.
„Slys í atvinnusögu “ eða „illskásti
kosturinn“ voru sjónarmið sem
heyrðust er eikarbáturinn Hilmir ST
1 var brotinn á Hólmavík á fimmtu-
dag. Sitt sýnist hverjum um varð-
veislu eða förgun gamalla báta og
kostnaður við verndun og endursmíði
vegur þungt þegar taka þarf ákvarð-
anir. Þannig standa forystumenn á
Akranesi frammi fyrir vanda vegna
fjármögnunar á Kútter Sigurfara. Á
Húsavík er hins vegar ekki bilbug að
finna á eigendum Norðursiglingar
sem eru að endursmíða fimmta eik-
arbátinn og líta á sérhvern eikarbát
sem dýrgrip.
Yfir 100 skip og bátar eru nú í eigu
byggðasafna, sjóminjasafna og Þjóð-
minjasafns Íslands, allir úr tré utan
einn stálbátur. Rétt innan við helm-
ingur er árabátar, þar af 13 frá síðari
hluta 19. aldar. Aðeins 10 skip eru
stærri en 10 rúmlestir. Allnokkrir
bátar eru í eigu einstaklinga, stofn-
ana, fyrirtækja og félagasamtaka.
Nefna má elsta íslenska árabátinn,
Breið, sem smíðaður var nokkru fyrir
1830, en hann er í eigu bóndans í Vig-
ur á Ísafjarðardjúpi.
Ágúst Georgsson telur á margan
hátt vel staðið að varðveislu báta.
Af eikarbátum á floti nefnir Ágúst
Húna II. á Akureyri sem notaður er í
ferðaþjónustu nánast í upprunalegri
mynd, báta Norðursiglingar á Húsa-
vík, sem bæði eru nýttir um leið og
mikil áhersla hefur verið lögð á varð-
veislu, á Ísafirði sé Byggðasafn Vest-
fjarða að endursmíða Sædísi, varð-
skipið María Júlía verði endursmíðað
fyrir safnið á Hnjóti, Síldarminjasafn-
ið á Siglufirði eigi eikarbát, Nakkur
sé varðveittur á Eskifirði, en sá bátur
var smíðaður í Færeyjum 1914. Þá
eigi Þjóðminjasafnið einn eikarbát.
Spurður hvort líta megi á það sem
slys þegar eikarbátur eða aðrir gaml-
ir bátar hverfi, segist Ágúst telja að
svo þurfi ekki alltaf að vera. „Það
verður hins vegar að meta hvert tilvik
fyrir sig; aldur, stærð, gerð, sögu,
smíðastað og þýðingu fyrir atvinnu-
sögu viðkomandi svæðis,“ segir
Ágúst.
Eftirsjá að hverju skipi
Norðursigling á Húsavík hefur
gert upp fjóra eikarbáta og unnið er
við þann fimmta. „Þetta eru allt dýr-
gripir í okkar augum,“ segir Hörður
Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri
Norðursiglingar. „Eikarbátunum fer
ört fækkandi og það er eftirsjá að
hverju einasta skipi sem hverfur.
Ég tel líka að eikarskipin hefðu
getað komið með þann afla að landi
sem „plastísskáparnir“ gera núna
með línubeitningarvélar um borð.
Hefðu menn haft einhverja sýn hefði
þannig verið hægt að nýta og vernda
eikarbátana með minni kostnaði um
leið og verðmætum hefði verið bjarg-
að. Verndunin verður að byggjast á
nýtingu. Það verður að finna þessum
skipum verkefni því eina leiðin til að
varðveita tréskip er að halda þeim lif-
andi og það gerist ekki uppi á landi,“
segir Hörður.
Hann segir að íslensku eikarskipin
séu vönduð, þau hafi verið smíðuð úr
hvíteik, sem sé mjög sterk. Frá því í
kreppunni um 1930 og fram á áttunda
áratuginn hafi Íslendingar smíðað
eikarbáta og að lokum haft betur í
samkeppni við Dani og Svía. Farið
hafi verið eftir ströngustu kröfum
sem þekkst hafi og handverkið orðið
stöðugt betra. Því standi íslensku
skipin mjög framarlega.
Ljósmynd/Heimir Harðarson
Haukur Einn höfðingjanna sem Norðursigling hefur gert upp og er notaður
til hvalaskoðunar frá Húsavík. Fyrirtækið er að gera upp fimmta eikarbátinn.
Tréskip aðeins varðveitt
með lifandi starfsemi
VEGLEGASTI gripur Byggða-
safnsins að Görðum á Akranesi er
Kútter Sigurfari, 86 smálesta eik-
arseglskip. Kútterinn er sá eini sem
hefur verið varðveittur úr fyrri tíð-
ar þilskipastóli Íslendinga og færð-
ur í upprunalegt horf, til minja um
merkilegan kafla í skipa- og út-
gerðarsögu Íslands, skútuöldina.
Óvissa er um framtíð Sigurfara
vegna kostnaðar við endursmíði.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
NORÐURSIGLING á Húsavík er
að gera upp eikarbátinn Svein-
björn Jakobsson. Báturinn var
gerður út frá Ólafsvík og smíð-
aður 1964. Hann var í eigu sömu
fjölskyldunnar og í rekstri í 43 ár.
Sveinbjörn er 120 tonna eikarskip.
Verkefni skipsins verða tengd
hvalaskoðun og farþegaflutn-
ingum við norðurströndina og
jafnvel til Grænlands. Á myndinni
sést báturinn koma til Húsavíkur
árið 2006.
Ljósmynd/Heimir
24. desember, 1978: „Kauptíðin er á
enda og jólahelgin að ganga í garð.
Margur er sá maðurinn, sem hefur
spurt sjálfan sig að því að undan-
förnu, hvers vegna hann hlakki svo
til þessarar stundar, þegar klukkan
verður 6 að kvöldi hins 24. desem-
ber. Og svarið liggur í augum uppi.
Jólin eru hátíð barnanna, innileik-
ans og einlægninnar. Sá, sem kom-
inn er til ára sinna, minnist þess
þegar hann sjálfur var barn. Fjöl-
skyldan kemur saman og gleðst yfir
því ljósi, sem mönnunum var gefið
og bjartast skín í skammdeginu.
Framundan er hækkandi sól, ný
von og birta, vorið sjálft. Jólin eru
hátíð friðarins. Sá sem nýtur þeirra,
er á samri stundu sáttur við guð og
menn. Þess skyldum við minnast,
Íslendingar, á þessum jólum, að við
erum sem ein fjölskylda, og setja
það í samhengi við okkar daglega
líf, þá lífsbaráttu, sem við heyjum.
Við stöndum vissulega frammi fyrir
miklum vanda í okkar atvinnu- og
efnahagsmálum. Við skyldum
spyrja okkur að því, hvort það mein,
sem er að grafa um sig í okkar þjóð-
lífi og virðist margfaldast, sé okkur
sjálfum að kenna, – eða eru einhver
skynsamleg rök fyrir því, að vandi
okkar sé innfluttur, þannig að við
getum með góðri samvizku sagt, að
okkur, svo fátækum, smáum, hafi
skort ásmegin til þess að sporna við
illum áhrifum erlendis frá?
Vissulega hafa margvíslegir erf-
iðleikar steðjað að okkur vegna
þess, að þróuninn erlendis hefur
ekki orðið okkur í vil. En þar liggja
ekki rætur okkar vandamáls. Ekk-
ert okkar skorast undan því að við-
urkenna, að höfuðmein íslenzks
þjóðlífs í dag sé sjálfskaparvíti. Og
sjálfskaparvítin eru verst. Þess
vegna er svo örðugt að bregðast við
þeim. Lausnin krefst fórnar frá
hverjum og einum, sem menn væru
að sönnu reiðubúnir til að færa ef
þeir væru vissir um, að aðrir gerðu
það líka.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
F
remur fámennur hópur fólks
hefur tekið upp þann sið að
rölta á milli stofnana og fyr-
irtækja, taka sér stöðu innan-
eða utandyra og öskra slagorð.
Þetta brölt er gert í nafni hugsjóna um nýtt
og betra Ísland. Á dögunum braut þessi
hópur rúður í anddyri Fjármálaeftirlitsins.
Að sögn talsmanna hópsins voru rúður
brotnar vegna þess að enginn kom til dyra.
Býsna lýsandi skýring hjá þessu liði sem tel-
ur alla eiga að taka ábyrgð á gjörðum sínum
nema það sjálft. Skemmdir á opinberum
eignum og eignum einstaklinga eru refsivert
athæfi. Enginn siðaður maður mælir með
slíku.
Mótmælendurnir, sem segja réttilega að
þjóðinni hafi verið siglt í efnahagslegt strand af mönn-
um sem settu sjálfum sér engan siðferðilegan mæli-
kvarða, virðast ekki ætla að setja sjálfum sér miklar
hömlur. Svo segjast þeir vera rétt að byrja. Hvað
skyldi þessi hópur brjóta næst?
Þessir einstaklingar láta eins og þeir tali í nafni
þjóðarinnar en það gera þeir ekki þegar þeir fara að
skemma eignir og raska ró starfsmanna banka og fjár-
málastofnana sem ekkert hafa til saka unnið. Miklu
fremur hagar þessi hópur sér eins og drukkinn skríll á
útihátíð sem vonar að skemmtunin taki endan enda.
Eitt er að fara fram að á menn axli ábyrgð, allt annað
er að brjóta og bramla það sem fyrir verður bara af því
að stemningin er þannig í hópnum. Gamlir
og reyndir alþýðumenn myndu sjálfsagt
segja að þetta fólk, en margt af því er ungt
að árum, ætti að senda á sjóinn þannig að
það kynntist lífsbaráttunni af eigin raun.
Það eru ansi margir sem hafa á tilfinning-
unni að þetta fólk sé á flækingi milli stofn-
ana og staða á höfuðborgarsvæðinu vegna
þess að það telur að það sé fínt og flott að
vera reið manneskja og gefa skít í kerfið.
Andrúmsloftið í þjóðfélaginu hefur und-
anfarið verið þannig að það er næstum talið
eðlilegt að menn vantreysti yfirvöldum,
valdamönnum og jafnvel náunganum, sér-
staklega ef sá á jeppa og einbýlishús.
Auðvitað er andrúmsloft orðið sjúkt þeg-
ar reynt er að telja fólki trú um að óheft
reiði eigi að taka völdin og jafnframt gefið í skyn að
þeir sem halda ró sinni á þessum erfiðleikatímum og
hrópa ekki hástöfum á blóð séu afdankaðar geðlurður
sem skynji ekki hið mikilvæga kall tímans um ofbeldis-
fullt uppgjör.
Fjölmiðlar haga sér síðan af furðulegri taugaveikl-
un. Þeir voru hundskammaðir fyrir einhverjum vikum
fyrir að gera lítið úr mótmælum og sneru þá við
blaðinu og fóru að sýna mótmælendum athygli sem
jaðrar við dekursfulla alúð. Og hópurinn þrífst býsna
vel á þessari athygli og er ansi stoltur af sjálfum sér og
afrekum sínum við að brjóta rúður og gala hátt. En
þjóðin hrífst örugglega ekki með. kolbrun@mbl.is
Pistill
Mótmælendabrölt
Kolbrún
Bergþórsdóttir