Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 40
40 Bækur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 ÍSLENSKUR IÐNAÐUR ÁRIÐ 2011 óskar eftir... bhs.is bifrost.is fa.is fb.is fg.is fiv.is fnv.is frae.is fsh.is fss.is fsu.is fva.is hi.is hr.is idan.is idnskolinn.is klak.is misa.is mk.is simey.is tskoli.is unak.is va.is vma.is Samtök iðnaðarins - www.si.is vel menntuðu fólki til starfa. Í boði eru spennandi og vel launuð störf í áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvæla- iðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði og upplýsingatækni. Iðn-, verk- eða tæknimenntun er skilyrði. Reynsla af framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og markaðssetningu er kostur. Íslenskir verkmenntaskólar, háskólar og fræðslustofnanir bjóða metnaðarfullt nám sem veitir aðgang að þessum störfum. Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA G unnar Þórðarson er landsþekktur tónlist- armaður eftir langan feril, allt frá kefl- vísku bítla- hljómsveitinni Hljómum á árum áð- ur. Jón Hjartarson hefur skráð sögu Gunnars á bók sem kallast Hljóma- gangur. Hér er birtur kafli úr bók- inni. Millifyrirsagnir eru Morg- unblaðsins. Í þvottahúsinu Þegar ég var búinn í gagnfræða- skólanum fékk ég vinnu í þvottahús- inu á Vellinum. Þarna var þveginn allur þvottur af hermönnum og starfsfólki á svæðinu. Þetta var því risastórt þvottahús og fjölmennur vinnustaður, margt ungt fólk. Þarna var því oft glaðværð og galsafengið andrúmsloft. Ég stóð stutt við í þessu djobbi. Starfslokin urðu sögu- leg. Við strákarnir vorum, þegar hér var komið sögu, komnir með ólækn- andi bíladellu. Forstjóri þvottahúss- ins átti flottasta bílinn á svæðinu, Chevrolet, ’58 módel. Hann var grænn á litinn og alltaf stífbónaður og glansandi. Okkur þótti hann al- gjört æði. Svo er það einn daginn að við tök- um okkur til, grallarar þarna á staðnum, og stelum bílnum, fjórir saman, allir próflausir enda bara 15- 16 ára. Einn var svo forframaður að hann kunni að tengja fram hjá og starta í gang. Svo keyrðum við eins og fínir menn til Grindavíkur. Senni- lega höfum við ekki þorað á bílnum niður í Keflavík; þar hefði ferðalagið vakið grunsemdir, hætt við að fólk þekkti okkur. Kikkið var ekki að sýna sig og sjá aðra heldur bara að keyra bílinn. Og við skiptumst á. Á þessum tíma voru auðvitað bara malarvegir svo glansinn fór fljótt af Lettanum í rykinu, enda góð spyrna undir honum. Við keyrðum í dökkum mekki til Grindavíkur, fórum einn rúnt um bæinn og snerum svo við. Við Grindavíkurafleggjarann var komið að mér að setjast undir stýri. Það var náttúrlega hrein unun að aka þessu tæki. Þegar við vorum rétt komnir upp á Stapann sáum við hvar löggan beið eftir okkur. Við ákváðum að spýta í. Ég steig bensín- ið í botn og keyrði eins og vitlaus maður niður í Keflavík. Þegar ég var kominn á móts við Herðubreið, þekkt hús sem stóð við veginn í Njarðvíkunum, var ég orðinn stjarf- ur af hræðslu. Þarna var brú yfir læk. Ég skalf svo mikið við stýrið að ég hafði ekki almennilega stjórn á bílnum og sá ekki fram á að hitta á brúna, ætlaði bara að láta vaða út af og oní lækinn. Strákarnir sem voru aftur í höfðu beygt sig í keng, lam- aðir af hræðslu. Sá sem sat hjá mér frammí var líka kominn í hnút, nán- ast horfinn undir mælaborðið. En hann kíkti snöggvast upp, sá hvert stefndi og hrópaði: Gunni, Gunni passaðu þig á brúnni! Þá rankaði ég við mér, hrökk í gírinn, má segja, og þarna tókst að afstýra stórslysi, félaginn gat einhvern veginn fengið mig til að rétta bílinn af, þannig að hann flaug yfir brúna og dúaði eins og flugvél í lendingu. Svo brunuðum við inn í Keflavík. Þar endaði ökuferðin úti á túni. Að minnsta kosti man ég að við stigum út á grænt gras. Allir stukku út úr bílnum og svo hlupum við eins og fætur toguðu og hurfum í rökkr- ið. Daginn eftir vorum við allir kall- aðir niður á lögreglustöð. Þetta var stórmál. Ég man þó ekki til þess að við fengjum neinn dóm eða sektir, sem er furðulegt. Í lagi að stela frá Kananum Við vorum reknir úr þvottahúsinu og það var lítil ánægja með þetta heima. Annars var enginn með mór- al yfir þessu og það fennti furðufljótt yfir þetta háskalega skammarstrik. Kannski var þetta dæmigert fyrir þá hugsun sem varð landlæg eftir að herinn kom – að það væri allt í lagi að stela frá Kananum. Okkur hefði aldrei dottið í hug að stela bíl frá Ís- lendingi. En það hafði verið gefið út óopinbert veiðileyfi á Ameríkanana. Þá mátti svíkja og svindla á þeim, hver sem betur gat. Margir Kanarnir litu niður á okk- ur, kölluðu okkur Mojacks. Við viss- um ekki hvað það þýddi, vissum bara að það var niðrandi. Okkur fannst ógeðfellt hvernig talað var niður til okkar. Kaninn gerði það. Við vorum langt fyrir neðan hans virðingu. Þetta átti reyndar ekki við um alla. Sumir voru mjög kurteisir og elsku- legir. En það var greinileg stétta- skipting hjá þeim sem við áttum ekki að venjast og kom frekar illa við Íslendingana. Það er að segja; þeir sem höfðu valdið sýndu það óvægið, margir, og það fór ekki vel í okkur. Rösku ári eftir þessa háskalegu ökuferð á fína forstjórabílnum var ég svo kominn með bílpróf. Það var lítið mál, ég fékk bara einn æfinga- tíma og fór svo í prófið. Síðan var ég, merkilegt nokk, ráðinn sem bílstjóri uppi á Velli, leigubílstjóri hjá offíser- unum. Þeir höfðu til umráða 5-6 taxa. Þetta voru aðallega pallbílar. Í þeim var bara pláss fyrir einn far- þega, en offíserarnir létu aka sér í þessum bílum milli staða. Þetta var fínt djobb, flottir bílar, maður hlust- aði á Kanaútvarpið og rúntaði um með karlana. Við Rúnar Júlíusson réðum okkur báðir í þennan akstur. Þetta var síðasta fasta starfið sem ég stundaði áður en tónlistin tók al- farið völdin. Við vorum mjög meðvitaðir um það hvers lags kraftur kraumaði undir húddinu á þessum tækjum. Við stálumst stundum út á rampa við flugbrautirnar og lékum okkur í spyrnu, fórum í kappakstur. Þetta gat stundum orðið háskaleikur, þessir átta gata amerísku kaggar komust fjandi hratt. En við héldum okkur náttúrlega við brautir sem ekki voru í notkun og helst þar sem enginn sá til. Það hefði verið óskemmtilegt að láta reka sig úr þessu djobbi líka. Allir með sjónvarp Nálægðin við Völlinn hafði mikil áhrif í Keflavík. Það fengu sér allir þar sjónvarp, löngu áður en aðrir landsmenn eignuðust slík tæki, til þess að geta horft á Kana- sjónvarpið. Það voru bara svarnir kommar sem ekki fengu sér kassa. Við vorum með sjónvarp heima, enda pabbi og mamma ekki róttæk í pólitík. Ég held að pabbi hafi verið framsóknarmaður norður á Strönd- um. Þar elskuðu allir Hermann Jónasson og dáðu. En svo þegar þau voru sest að á Suðurnesjum varð Ólafur Thors aðalnúmerið í pólitíkinni. Hann var þingmaður þar, hafði mikinn sjarma, kjaftaði við hvern sem var, óð til dæmis inn í frystihúsin og ræddi við fiskverk- unarfólkið um daginn og veginn, þótti skrafhreifinn og skemmti- legur og margt alþýðufólk kaus hann þess vegna þó að hann væri á þingi fyrir Íhaldið. Pabbi hélt sig þó við Framsókn, alveg þangað til Davíð kom inn í pólitíkina. Honum líkaði vel við húmorinn hjá honum. Það var mikið fárast út í herset- una. Þetta var helsta deilumál landsmanna um áraraðir. Og Kana- sjónvarpið var kannski augljósasta birtingarmynd kalda stríðsins hér á landi. Andstaðan við veru hersins varð meðal annars til þess að Kan- inn var látinn beina sjónvarps- geislum sínum frá höfuðborg- arsvæðinu og út á sjó, en Kanasjónvarpið náðist vel í Kefla- vík og nágrenni. Bæði það og ná- lægð okkar við Völlinn varð til þess að Keflavík og plássin á Reykjanesi voru álitin ameríkaníseruð og kannski vorum við það að einhverju leyti. Maður hugsaði lítið út í það. Eitt var samt jákvætt við þetta; við lærðum ensku hratt og fast, þökk sé ameríska sjónvarpinu. Bókin Hljómagangur er gefin út hjá bókaútgáfunni Æskunni. Henni fylgir diskur með fimm lögum eftir Gunnar. Próflausir á forstjóra- bílnum Bítl Íslenski bítillinn Gunnar Þórðarson, breski bítillinn Ringo Starr og Egill Ólafsson söngvari í góðri sveiflu í Atlavík forðum daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.