Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 52
52 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
STJÓRNMÁLAMENN hafa kos-
ið að líkja núverandi kreppuástandi
við lífróður í brotsjó og skal því lagt
út frá þeirri líkingu. Þeir tala um að
nú verði allir að leggjast á árar til
að komast út úr þessum hremm-
ingum. Þeir tala líka um að yfirgefa
fleyið og fara yfir í stærra hriplekt
skip (ESB). En hvernig væri nú að
ríkistjórnin færi að segja lands-
mönnum sannleikann svona til tilbreytingar eða eru
hún orðin svo vön að segja okkur hálfan sannleika eða
hreina lygi að hún veit ekki hvað er satt og hvað er
ósatt?
Einn daginn segir forsætisráðherra að það sé verið
að vitna í einkasamtal en næsta dag segist hann ekki
muna eftir þessu samtali. Hver er sannleikurinn?
Menn vitna í minnisblöð en hvers vegna eru þau ekki
lögð fram? Er það vegna þess að tilvitnunin stangast
á við minnisblaðið? Er ekki orðin réttlát krafa að rík-
isstjórnarflokkarnir hætti að kenna árinni um hversu
illa þeir hafa róið undanfarin ár og viðurkenni að þeir
hafa aldrei verið að hugsa um þjóðina heldur um eigin
flokka og eigin hægindi? Ambrose Bierce segir um
stjórnmálamanninn að hann sé áll í þeirri leðju sem
yfirbygging þjóðfélagsins hvíli á og þegar hann
hlykkist þar um þá haldi hann að eigin sporðaköst
skeki sjálfar grunnstoðir kerfisins.
Á undanförnum dögum hef ég oft hugsað til ljóðs
eftir Þorstein Erlingsson, Skilmálarnir, en það hefst
með þessu erindi:
Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá
og hverri tign af velli velt, sem veröldin á,
og höggna sundur hverja stoð, sem himnana ber,
þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér.
Ef við kjósum lýðræði, sem við flest gerum, þá
verðum við að standa vörð um það. Það er auðvelt að
snúa þeirri hugsjón sem lýðræði er upp í andhverfu
sína. Þingræði sem verður fljótlega að flokksræði eða
einræði er sannarlega andhverfa lýðræðis. Í flokks-
ræðinu breytist lýðurinn í skríl í augum ráðamanna. Í
lýðræðisþjóðfélagi ættu þjóðarhagsmunir að vera í
fyrsta sæti, flokkshagsmunir ættu ekki að þekkjast. Í
flokksræðinu er hagur flokksins í fyrsta sæti, eigin
hagsmunir (t.d. ráðherrasæti) í öðru og skríllinn get-
ur étið það sem úti frýs. Ef við skoðum það fyr-
irkomulag sem við búum við, og „lesum þar ekkert öf-
ugt gegnum annarra gler“ (Þ.E.) þá sjáum við að við
höfum verið undir stífu flokksræði í mörg ár; svo stífu
að það jaðraði við einræði. Núna valsar ríkisstjórnin
um, með puttana á öllum valdsviðum (löggjafarvaldi,
framkvæmdarvaldi og dómsvaldi) og kaupir sér at-
kvæði á fjögurra ára fresti með því að opna budduna
á síðasta ári kjörtímabilsins til að blekkja kjósendur
til að greiða henni atkvæði. Þegar einhverjir leggja
fram mál sem eru til þjóðþurftar þá fara þau fyrir
þingflokkana. Þar, innan luktra veggja, er skærunum
beitt og klippt burt það sem hentar ekki flokknum,
eða þeim sem hafa stutt hann með fjárframlögum, nú
eða þingmönnunum sjálfum.
Þegar málið loksins kemur til kasta þingsins er
hugsanlega búið að klippa burt kjarnann úr því og
eftir stendur einungis hismið. Svo við minnumst nú
ekki á einkavina- og skyldmennavæðinguna sem á
sérlegan griðastað hjá flokksræðinu. Það þarf að
skipta út, ekki bara settinu eins og Steingrímur J
segir, heldur þarf að leita víðar, athuga deildarstjóra
ráðuneytanna, forstjóra ríkisfyrirtækjanna og allra
þeirra sem hafa verið settir þangað inn á grunni
flokksskírteinis, skyldleika eða annarlegra hvata. Við
þurfum að umbylta kerfinu, aðskilja valdsviðin, fækka
þingmönnum sem þá þurfa einungis að vinna að laga-
setningum, deildarstjórar verði ráðnir tímabundið og
til sama tíma og ráðherrar sem ættu ekki að vera
fleiri en fimm.
Ef þú ert fús að halda á haf, þó hrönnin sé óð,
og hefur enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð,
en lætur bátinn bruna djarft um boða og sker,
þá skal ég sæll um sjóinn allan sigla með þér.
(Þ.E.)
Er það ekki það sem þarf? Að hafa vilja og kjark til
að breyta til. Það eina sem þarf til að afnema marg-
gagnrýnd eftirlaunalög er eitt pennastrik, vilja og
kjark.
Árinni kennir illur ræðari
Einar S Þorbergsson kennari.
Allsherjarfrelsi einstakl-
ingsins stenst þá aðeins,
að hann virði kristilegt
siðferði, sem hann hættir
að gera, þegar hann sér ekki lengur
fyrir því nein rök. Hömlulaus
græðgi tekur þá líklega við og fer
með allt til helvítis. ’
Í DAG eru margir Íslendingar reiðir, en við erum reiðir
frumkvöðlar og á eftir okkur mun Evrópa og jafnvel allur
hinn vestræni heimur koma. Reiði okkar stafar af fádæma
misrétti, spillingu og siðferðisskorti. Hér hefur vaðið uppi
sú kórvilla að þjóðarframleiðsla sé ætluð örfáum gæð-
ingum. Fyrrverandi stærsti stjórnmálaflokkur landsins
hefur það á stefnuskrá sinni að misrétti skuli í heiðri haft og
best sé að einkavæða allt sem gefur góðan arð og góðan
milljarðamæring sem jafnvel lætur mola af borði sínu falla,
undir klappi fréttamanna og ljósmyndara. Toppfígúrur
sitja og hirða afrakstur landsframleiðslu og sjá um að útdeila og eyða sameign-
inni. Við Íslendingar erum aðeins þrjú hundruð þúsund og höfum ekki efni á
geðbiluðum ríkisrekstri eins og hann hefur verið aukinn á undanförnum árum
með sendiráðum, bitlingum og rugli hverskonar um að við séum alveg einstök
og rík. Erum við rík í dag? Við höfum heldur ekki efni á milljarðamæringum
sem kaupa sér knattspyrnulið, villur, snekkjur, lúxusverslanir, laxveiðiár og
það versta, náttúruperlurnar okkar, sem við síðan erum útilokuð frá að njóta.
Heilu sveitirnar og árnar hafa verið seldar auðmönnum. Erum við Íslendingar
og eigum við þetta land ennþá? Nei, það hefur verið tekið af okkur, einkavætt
og reikningurinn sendur til okkar. Svo halda landsmenn að þrælahald hafi verið
lagt niður. Vaknið! Það er búið að sefja þjóðina til einkavæðingar, er það gott?
Neikvæðar hliðar einkavæðingar eru margar en alvarlegasti flöturinn er það
misrétti sem hún framkallar. Dæmi: Eftir einkavæðingu bankanna fær ein-
staklingur það há laun fyrir vinnu sína að hann gæti staðgreitt tólf einbýlishús á
einu ári á meðan venjulegur launamaður er fjörutíu ár að vinna fyrir einni íbúð
og í dag er allt útlit fyrir að íbúðin verði tekin af honum upp í skuld.
Klíku er gefinn óveiddur fiskur í sjónum og klíkan selur veiðiréttinn fyrir
milljarða og fer með úr landi og skilur landsbyggðina eftir atvinnulausa og
eignalausa. Það er meira að segja ullað á samþykkt Sameinuðu þjóðanna um
lögbrot. Svo er talað um viðreisn á landsbyggðinni. Þingmenn útbúa einkalög
fyrir sig og það tekur þá mörg ár að breyta þeim. Á meðan er fjöldi ríkisstarfs-
manna að finna hvar hægt sé að klípa af réttindum almennings. Bankakerfi
landsins er eitt stórt svindl og mafía af verstu gerð eins og viðskiptavinum og
almenningi er nú orðið ljóst og hefur fengið reikning fyrir.
Stjórnvöld sem bera mesta ábyrgð á hruni þjóðfélagsins hljóta að vera eitt-
hvað af þrennu, sofandi, spillt eða heimsk. Þau verða vonandi ekki kosin áfram,
því þá er öll þjóðin sofandi, spillt og heimsk. Ef ráðamenn ætla að endurreisa og
viðhalda spillingunni, sem þeir hafa skapað undanfarin ár, og margt bendir til
að þeir ætli að gera með sinni fastsetu og aðgerðum, þá verður hreinlega upp-
reisn á Íslandi. En það er ljós punktur, stjórnkerfi og spilling eru komin á enda-
punkt. Það verður ekki lengra gengið í misrétti og glæpamennsku því íslensk
þjóð rís upp og skynjar hverskonar þjóðfélag hefur verið byggt hér upp. Nú
þegar bryddar á hugmyndum um réttlátara skipulag, fundahöld almennings
bera þess merki. Evrópa mun einnig vakna. Hvort það verður jafn hljóðlega og
hér er óvíst en við ættum að sleppa ESB-hugleiðingum í bili og sjá hvað setur.
Einkavæðing
Hjálmar Jónsson, rafeindavirki
UNGUR mað-
ur, Gísli Freyr
Valdórsson, sem
af einhverjum
ástæðum hefur
haft uppi þá iðju
að bíta í hæla ís-
lenskra hagfræð-
inga víkur að mér
fyrirspurn í blaði
yðar, um hvort ég standi við orð mín
um viðskiptahalla fyrir meira en ári
síðan í DV.
Svar mitt er þetta: Að sjálfsögðu
stend ég við orð mín um að ég sé
sammála þeim ágæta hagfræðingi
Arthur Laffer, að gott sé að fé sæki
til landsins, svo fremi að það sé ekki
á ábyrgð ríkisins. Í tilvitnaðri grein
tók ég það sérstaklega fram að stór-
hættulegt er að ríkisvaldið beri
ábyrgð á gífurlegum viðskiptahalla.
Þetta hefur nú því miður komið í
ljós. Þeir sem stóðu vaktina og áttu
að koma í veg fyrir þetta brugðust
því miður gersamlega, sérstaklega
þó yfirmenn í Seðlabanka og Fjár-
málaeftirliti. Þar tek ég undir með
helstu heimsblöðum um efnahags-
mál að Davíð Oddsson beri lang-
mesta ábyrgð. Ég viðurkenni hins
vegar glámskyggni mína fyrir rúmu
ári, að átta mig ekki á því til fulls þá,
hve alvarleg afglöp þessara ráða-
manna voru þá þegar orðin. Ég hef
það þó mér til afsökunar að ég hef
allan tímann talið óhæfu að forsætis-
ráðherra, sem hefur litla þekkingu á
peningamálum, skuli skipa sjálfan
sig seðlabankastjóra.
Með virktum.
Vegna við-
skiptahalla
Guðmundur Ólafs-
son hagfræðingur.
BJÖRN Bjarnason gerði athugasemdir við grein
mína sem birtist í Morgunblaðinu þann 8. desember:
„Sjálfstæðismenn, standið saman“. Hann skrifaði á vef-
fangið www.bjorn.is. Ég svaraði á bloggsíðunni minni:
reynirogrun.blogcentral.is, en ég er hræddur um að
færri lesi þá síðu en síðuna hans Björns, og þess vegna
sendi ég þessa grein í blaðið.
Tilvitnun í Björn hefst:
„Reynir Eyvindarson, verkfræðingur, ritar grein í
Morgunblaðið í dag og hvetur sjálfstæðismenn til að yfirgefa flokk sinn.
Meginrök hans eru þessi:
„Það er bara einn flokkur sem hefur ráðið vini sína og niðja í dóm-
arastöður í trássi við mat til þess hæfra manna, einn flokkur sem hefur
hjálpað dæmdum glæpamanni til að komast á þing fyrir flokkinn með því
að gefa honum uppreisn æru. Einn flokkur hefur gefið fiskimiðin trygg-
um flokksmönnum sínum (jæja, Framsókn tók reyndar þátt í því), og
einn flokkur var við stjórnvölinn allan tímann þegar Ísland sigldi í gjald-
þrot.“
Fyrsta fullyrðingin um skipan „vina og niðja“ í dómarastöður er röng.
Önnur fullyrðingin um að uppreist æru sé forsenda þess, að dæmdir
menn geti boðið sig fram til þings er einnig röng. Þriðja fullyrðingin
stenst ekki heldur, þegar til þess er litið, að Sjálfstæðisflokkurinn sat
ekki í ríkisstjórn árið 1990, þegar kvótakerfið var endanlega fest í lög.
Lokafullyrðingin lýsir ástandi, sem ekki varð, því að Ísland sigldi ekki í
gjaldþrot.“ Tilvitnun lýkur.
Hér eru svör frá mér:
Fyrsta fullyrðingin er bara víst rétt! Nýjustu málin eru ráðningar
tveggja manna, þeir heita: Þorsteinn Davíðsson og Ólafur Börkur Þor-
valdsson.
Önnur fullyrðingingin um upreist æru:
Úr 4. og 5. grein laga um kosningar til Alþingis:
„Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á
skv. 1. gr. og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar og umboðs-
maður Alþingis eru þó ekki kjörgengir.
Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk
sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist
æru sinnar.“
Björn er dómsmálaráðherra. Þetta fann ég á vef dómsmálaráðuneyt-
isins, almennar upplýsingar, uppreist æru:
„Uppreist æru er ekki sama og náðun. Aðeins er verið að veita borg-
araréttindi, t.d. rétt til að bjóða sig fram til alþingis.“
Ég veit ekki hvað ráðherrann á við þegar hann segir að önnur fullyrð-
ingin sé röng, hann hirðir ekki um að skýra það. Útfrá ofangreindu er al-
veg ljóst að hún er rétt.
Þriðja fullyrðingin, um að gefa fiskimiðin flokksmönnum sínum:
Aflaheimildirnar voru gefnar útgerðarmönnum (sem flestir voru stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins) með lögum frá 1984 þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsókn voru við völd. Þar varð skaðinn. Ekki í lög-
unum frá 1990. Aflaheimildirnar höfðu verið framlengdar 1-2 ár í senn
milli 1984 og 1990. Lögin frá 1990 kveða á um að veiðiheimildir verði
veittar til 1 árs í senn, og þar er 1.gr. sem segir að nytjastofnar séu sam-
eign íslensku þjóðarinnar. Hinsvegar var seinna (í stjórnartíð Sjálfstæð-
isflokksins) leyfð frjáls verslun með kvótann og eignarhald einstaklinga
staðfest, alveg í trássi við þessi lög sem frá 1990.
Fjórða fullyrðingin, að Ísland sé gjaldþrota, lýsir ástandinu alveg
ágætlega. Þjóðir geta hinsvegar ekki orðið gjaldþrota. Með því að nefna
gjaldþrot er alls ekki verið að ýkja ástandið, heldur frekar að draga úr al-
varleika málsins. Það er enginn skiptastjóri ráðinn og enginn sem strikar
yfir skuldirnar hjá þjóðinni. Við verðum að senda komandi kynslóðum
reikninginn fyrir okkar syndum (eða öllu heldur: Syndum ríkisstjórn-
arflokka í síðustu 3 ríkisstjórnum).
Svo Ísland er meira en gjaldþrota.
Fullyrðingar um
Sjálfstæðisflokkinn
Reynir Eyvindarson, verkfræðiningur
OPINBERUNARBÓKIN í
Biblíunni er af ýmsum talin hörð
ádeila höfundar á keisaradýrk-
unina á tímum Rómverja sem
sölsuðu undir sig lönd og verð-
mæti hvar sem þau var að finna
og kúguðu þegna sína með óbil-
gjarnri skattheimtu og grimmileg-
um refsingum. Þegnarnir borguðu
brúsann til þess að elítan gæti lif-
að í vellystingum. Mér kemur
þetta í hug þegar ég hugsa um
þrjátíu menn og þrjár konur sem
áður voru dýrkuð af fjölmiðlum
hér á landi en sitja nú undir hörð-
um ámæli fyrir að hafa siglt þjóð-
arskútunni í strand á stuttum góð-
æristíma með alvarlegum
afleiðingum fyrir saklaust fólk,
þegna þessa lands sem hafa strit-
að í sveita síns andlits og lagt
peninga til hliðar árum saman.
Eins og vera ber í rætnu spill-
ingarástandinu þá ber klíkan af
sér sakir og
beinir spjótum
sínum að Seðla-
bankanum sem
því miður hafði
ekki nægilega
traust regluverk
til að starfa eftir
og hefur varist
fimlega með
orðsins brandi. Spjótin berast
einnig fjölmörg að stjórnvöldum
sem uggðu ekki að sér þrátt fyrir
meintar viðvaranir og váleg teikn
á lofti í upphafi árs. En þeim ber
nú skylda til þess að styrkja
regluverkið, hrista af sér spilling-
arkrumlurnar og koma í veg fyrir
að spillingaröflin geti tekið aðra
stöðu í valdapíramídanum með því
að kaupa til sín góss fyrir lítið
sem liggur eins og hráviði í fjöru-
borðinu. En allt snýst þetta um
völd þegar upp er staðið.
Sverð og skjöldur í orrahríð