Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 57
Minningar 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
✝ Þorvaldína Þórð-ardóttir fæddist á
Jökuldal í Norður-
Múlasýslu hinn 8.
mars 1905 (ranglega
skráð 9.3. 1905). Hún
andaðist á dval-
arheimili aldraðra á
Amager í Kaup-
mannahöfn laug-
ardaginn 22. nóv-
ember síðastliðinn, þá
rösklega 103 og ½ árs
að aldri. Þorvaldína
var dóttir hjónanna
Stefaníu Jónsdóttur,
f. 28. apríl 1876, d. 27. ágúst 1960,
og Þórðar Þórðarsonar, f. 7. febr-
úar 1863, d. 26. september 1928.
Þau bjuggu fyrst á Arnórsstöðum á
Jökuldal, en síðar (frá árinu 1907) á
Gauksstöðum á Jökuldal.
Var Stefanía dóttir Steinunnar
Símonardóttur frá Dal í Lóni og
Jóns Guðlaugssonar á Víðihóli (en
Guðlaugur, faðir Jóns, var bróðir
Þórðar á Kjarna í Eyjafirði). Var
Þórður sonur Þórðar frá Sæv-
arenda í Loðmundarfirði og Maríu
Guttormsdóttur. Fyrri kona Þórðar
var Þóra Margrét Þórðardóttir frá
Skjöldólfsstöðum, en með henni átti
Þórður fjögur börn, þar af tvö, sem
komust upp, þau Þorfinn, f. 25.8.
1890, d. 5.12. 1965, og Þórdísi, f.
21.11. 1895, d. 13.9. 1924.
Foreldrum Þorvaldínu, þeim
Stefaníu og Þórði, varð 13 barna
auðið. Fjögur barna þeirra, þau
Steinunn María, Björg, Stefán og
Benedikt, dóu í bernsku eða æsku.
Þau alsystkin Þorvaldínu, sem upp
komust, voru þau Skúli, sagnfræð-
það, en hélt áfram að vera danskur
ríkisborgari eftir fullveldisárið
1944. Jafnframt dönskunni talaði
hún þó hreimlausa íslensku fram
undir það síðasta.
Þorvaldína var barnlaus og ein-
hleyp alla ævi, og ekki vitað til, að
hún hafi nokkurn tíma átt í sam-
búð með öðrum. Hún bjó lengst af,
eða í um 60 ár, í lítilli eins manns
leiguíbúð, með fögru útsýni yfir
stóra kanalinn í miðborg Kaup-
mannahafnar. En þar sem hún
ekki samlagaðist allskostar dönsku
þjóðfélagi hefur einmanaleiki hlot-
ið að sækja að henni á efri árum. Í
fyrstu hafði hún þó félagsskap af
systkinum sínum, þeim Skúla og
Álfheiði, sem lengi bjuggu í Kaup-
mannahöfn. En Skúli fluttist til Ís-
lands rétt fyrir stríð, og Álfheiður
nokkru síðar. Eftir það hafa per-
sónuleg samskipti Þorvaldínu lík-
lega mest verið við frændfólk á
ferð eða í tímabundinni dvöl ytra,
eða við stöku samstarfskonur
danskar. Einnig hafði hún alltaf
eitthvert samband við Helgu
Skúladóttur bróðurdóttur sína,
sem lést árið 1976, og við dóttur
hennar Solvej, sem lést árið 2002.
Báðar bjuggu þær í úthverfi við
Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir ein-
stæðingsskapinn hefur Þorvaldína
þó átt mörg góð ár á eftirlauna-
aldrinum, sem stóð yfir í rösk 36
og ½ ár. Lengi vel gat hún bjargað
sér sjálf í íbúðinni og fékk hún þar
fría heimilishjálp frá borginni.
Þegar Þorvaldína náði 100 ára
aldri flutti hún á dvalarheimili
aldraðra, þar sem hún dvaldi síð-
ustu rösku 3 og ½ ár ævinnar.
Þorvaldína var jarðsungin á
hefðbundinn hátt 28. nóvember
síðastliðinn.
Jarðsett var í Grøndals-
lundkirkjugarði í Rødovre (út-
hverfi við Kaupmannahöfn). Leiði
hennar þar er nr. 506 í reit O.
ingur, f. 21.6. 1900, d.
15.5. 1983, Þóra Mar-
grét, húsmóðir, f.
21.6. 1900, d. 4.5.
1990, Vilhjálmur,
bóndi, f. 8.9. 1901, d.
17.2. 1998, Sigsteinn,
verkamaður, f. 30.9.
1902, d. 21.1. 1988,
Þórður, bóndi, f. 25.8.
1903, d. 18.12. 1981,
Jónas, bóndi, f. 30.9.
1907, d. 7.8. 1987, Álf-
heiður, afgreiðslu-
kona, f. 21.11. 1911,
d. 4.3. 1960 og Flosi,
f. 7.2. 1917, d. 15.9. 1978. Öll systk-
in og mörg systkinabörn Þorvald-
ínu eru látin.
Sjö ára að aldri bauðst Þorvald-
ínu að fara í fóstur til sæmilega
efnaðra, barnlausra hjóna, búsettra
í Vopnafirði. Þar varð hún að
vinna, eins og algengt var á þeim
tímum, að börn í sveitum þyrftu að
gera. Í Vopnafirði dvaldi hún til 13
ára aldurs, en komst þá aftur til
langþráðrar fjölskyldu sinnar á
Gauksstöðum. Á ný þurfti hún að
fara að heiman um 19 ára aldur,
vegna þess að ala varð elstu börn
Þóru systur hennar upp þar heima
á smábýlinu. Þorvaldína vann þá
fyrir sér í ýmsum vistum, m.a. í
Reykjavík, og fékk góðan vitn-
isburð.
Á árunum 1932 til 1936, þegar
kreppan mikla skall á, fór hún al-
farin til Kaupmannahafnar. Þar
vann hún fyrir sér aðallega við
saumaskap hjá ýmsum vinnuveit-
endum, m.a. lengi fyrir danska her-
inn. Aldrei kom hún til Íslands eftir
Árið 1979 fór ég að kynnast Þor-
valdínu föðursystur minni. Áður
átti ég örsjaldan leið um Kaup-
mannahöfn. 74 ára var hún ótrú-
lega vel á sig komin enda reglusöm
alla ævi. Fíngerð var hún og kurt-
eis og virtist stórborgarlífið ekki
hafa svipt hana hrekkleysi lands-
byggðarstúlkunnar. Ekki var hún
fús til að hafa samband við fólk að
fyrra bragði. Slíkt tekur þéttbýlis-
fólk oft sem höfnun, en hlédrægni
virðist hafa verið aðalástæðan.
Bauð hún fólk velkomið, sem kom í
heimsókn, hvort sem það var sam-
mála henni eða ekki. Með ráðdeild
hafði hún búið sér hlýlegt heimili í
litlu íbúðinni. Nutu margir ætt-
ingjar og tengdafólk góðs af og var
ég þar meðtalin. Iðulega bauð hún
þeim í notaleg kaffi- og matarboð.
Haustið 2001 frétti hún, að ekki
ætti Solvej, bróðurdóttir hennar,
langt eftir ólifað. Þorvaldína, þá
orðin 96 ára, hefur líklega talið, að
enginn yrði nú eftir á staðnum,
sem hún gæti treyst til að sjá um
útför sína. Alls ekki vildi hún láta
brenna lík sitt. En í Danmörku eru
öll lík brennd, nema ef til vill að
sérstakar ráðstafanir komi til.
Þá gerðist það, að óskyld dönsk
kona, sem enginn ættingjanna
þekkti, fékk Þorvaldínu til að und-
irrita nýja, óskilyrta erfðaskrá,
konunni í vil. Þó var þar nefnd ósk
Þorvaldínu um að verða jörðuð í
kistu í vissum grafreit. Lumaði
hún á umtalsverðu sparifé, sem að
mestu var arfur eftir tvo bræður
hennar.
Við 100 ára afmælið kom allt
þetta í ljós. Fór ég þá utan í 2
mánuði Þorvaldínu til hjálpar. Var
hún veik og varð í kjölfarið að
flytja á dvalarheimili. Ekki leist
mér orðið á blikuna og bað ég
hana að koma heldur til Íslands og
búa hjá mér. (Hún hafði hresst við
hvíldarinnlögn.) Hún harðneitaði.
Á dvalarheimilinu varð henni
skylt að fá sérstakan fjárhalds-
mann, sem átti að vera opinber
starfsmaður. Ári síðar kom ég ut-
an aftur og frétti að sama konan,
þ.e. nýi erfinginn, hefði útvegað
sér (sjálfri) leyfi til að gegna einn-
ig fjárhaldshlutverkinu. Var Þor-
valdínu mjög brugðið. Ég reyndi
að fá því breytt, en engu varð um
þokað.
Eftir þetta fékkst ekkert greitt
úr sjóði Þorvaldínu, henni til hags-
bóta. T.d. nánast ekkert til stand-
setningar herbergisins, sem ekki
var í umsjá stofnunarinnar. Ekk-
ert heldur til greiðslu á viðbót-
arhjálp. Aðeins húsaleigan, stofn-
unargjaldið, og svo til ekkert
umfram, var greitt með eftirlauna-
tekjunum. Þegar á leið hefði Þor-
valdína þurft miklu meiri umönnun
en naumlega mönnuð stofnun veit-
ir. Engin sjálfboðavinna var veitt,
nema af mér og Anne Aagaard,
tengdri fjölskyldunni. Síðustu 3 ár-
in fór ég utan í 4 skipti, auk ferða
2005 og í nóv. 0́8, og aðstoðaði þá
Þorvaldínu nánast daglega í 3 vik-
ur í senn. Síðasta árið fór Anne til
hennar á u.þ.b. 3 vikna fresti.
Einnig leit Hrund frá íslenska
söfnuðinum stundum inn til Þor-
valdínu og útvegaði 2000 dk. í
styrk, til að borga íslenskum
manni fyrir að keyra hana í hjóla-
stól stöku sinnum úti undir beru
lofti. Önnur innlit voru örfá.
Þökk sé þeim sem hjálpuðu. Er
ég þakklát fyrir samveruna með
Þorvaldínu frænku minni. Síðast
kom ég að henni 4 stundum eftir
andlátið. Þrengingum lífsins var
lokið.
Líney Skúladóttir.
Þorvaldína
Þórðardóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MAGNÚS GRÍMSSON,
Felli,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum mánudaginn 22. desember kl. 13.00.
Aðalbjörg Þorkelsdóttir,
Magnea Magnúsdóttir, Hannes Haraldsson,
Grímur Magnússon, María Ármannsdóttir,
Helga Magnúsdóttir, Jón Ragnar Sævarsson
Hafdís Magnúsdóttir, Jón Ólafur Svansson,
afabörn og langafabörn.
✝
Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu,
langömmu og systur,
SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Eyrarholti 4,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kleppsspítalans og
nýrnadeildar Landspítalans fyrir góða umönnun.
Sigurður Halldór Bjarnason, Ágústa Árnadóttir,
Guðrún Magnea Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðstandendur.
✝
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og velvilja
við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar
og afa,
GUNNARS MATTHÍASSONAR,
Grenimel 25,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa Karitas
hjúkrunarþjónustu fyrir frábæran stuðning og
aðstoð.
Theodóra Ólafsdóttir,
Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir,
Elín Kristín Gunnarsdóttir,
Dóra Björk Guðjónsdóttir, Þorvaldur Hrafn Ingvason.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og
systir,
HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Auðbrekku,
Hörgárdal,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn
18. desember.
Útförin fer fram að Möðruvöllum í Hörgárdal
laugardaginn 27. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
Bernharð Arnarson, Þórdís Þórisdóttir,
Bergvin Þórir, Anna Ágústa, Ísak Óli og
Karin Thelma Bernharðsbörn,
Sigríður Ketilsdóttir, Helgi Sigurjónsson
og systkini hinnar látnu.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu
friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem)
Elsku pabbi og tengdapabbi.
Nú er komið að leiðarlokum og
þú búinn að fá hvíld frá mjög erf-
iðum sjúkdómi.
Það var mjög erfitt fyrir þig að
þurfa að vera fangi í eigin líkama,
bundinn í hjólastól, það átti ekki við
þig, þú sem varst alltaf svo hraust-
ur. Þú hafðir mikinn áhuga á garð-
rækt og að vera úti í náttúrunni,
tala nú ekki um að vera fyrir austan
í sumarbústaðnum og hugsa um all-
an gróðurinn þar, sem er orðinn
stór og mikill skógur. Hesta-
mennsku stundaðir þú á yngri árum
Sigursteinn Heiðar
Jónsson
✝ Sigursteinn Heið-ar Jónsson fædd-
ist í Hafnarfirði 18.
ágúst 1931. Hann lést
á Sólvangi í Hafn-
arfirði fimmtudaginn
28. nóvember síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði 8.
desember.
í u.þ.b. þrjá áratugi.
Þú hafðir líka mikinn
áhuga á veiði og áttir
alltaf vissa veiðidaga,
t.d. í Hlíðarvatni í
fjöldamörg ár og á
fleiri stöðum.
Það eru svo ótal
mörg minningabrot
sem leita á, en við
geymum þau í huga
okkar. Minning um
fallegan og yndisleg-
an pabba lifir í
hjarta okkar og
söknuðurinn er mik-
ill og sár.
Nú færð þú að hitta Millu systur
sem fór frá okkur alltof fljótt og
við söknum svo mikið líka.
Elsku pabbi og tengdapabbi,
hvíldu í friði og góða ferð og guð
blessi minningu þína.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Heiðdís og Vilhjálmur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraðurar.
Minningargreinar