Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 59
Aldarminning 59 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Ólafía fæddist 25. júlí 1908 að Lónseyri í Kaldalóni undir Drangajökli við Ísa- fjarðardjúp. Hún hefði því orðið 100 ára þann 25. júlí sl. Foreldrar hennar voru Sigríður Helga Jensdóttir f. 28. maí 1871 í Bolungarvík og Guðmundur Engil- bertsson f. 21. októ- ber 1865 á Lónseyri. Ólafía var í hópi 13 systkina á Lónseyri, en þar er náttúrufegurð gífurleg, mikið og kjarngott beitiland, sjó- bleikja, selveiði og hrognkelsaveiði sem gerði Lónseyri eftirsóknar- verða til búsetu. Þegar Ólafía var á fyrsta ári, veiktist Guðmundur fað- ir hennar. Þetta reið heimilinu nær að fullu, en hjálparhendur voru á lofti og litla stúlkan var send til Gíslalínu Engilbertsdóttur föður- systur sinnar að Selhúsum í Skjaldfannardal í Nauteyrar- hreppi. Þar dvaldi hún til ellefu ára aldurs en þá brann á Selhúsum. Gíslalína flutti þá að Skjaldfönn og síðan að Laugalandi. Ólafía gekk í skóla að Melgraseyri með jafnöldr- um sínum, þar á meðal var Karl Oluf Bang, stjúpsonur Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds, sem þá bjó að Ármúla við Ísafjarð- ardjúp. Eftir brunann að Selhúsum lenti litla stúlkan frá Lónseyri á hálf- gerðum flækingi. Um 1920 var henni komið fyrir að Efrabóli í Langadal, en þar bjuggu þá síð- ustu ábúendur ásamt sínu skyldu- liði. Þarna voru torfhús, en Lóu litlu leið þar vel hjá þessu fólki, hún veiddi sjóbleikju úr Langa- dalsánni bæði í net og með berum höndum. Frá Efrabóli flutti fólkið að Hríshóli í Reykhólasveit, síðan í Lágadal í Nauteyrarhreppi, sem mun hafa verið hæsta byggða ból við Ísafjarðardjúp, rétt undir Steingrímsfjarðarheiði. Síðan flutti hún að Laugalandi, þá var hún í Hraundal og aftur að Selhúsum, sem höfðu verið endurbyggð eftir brunann. Um 18 ára aldur réð hún sig sem fanggæsla í verbúð á vetrarvertíð í Ólafía Guðmundsdóttir Hnífsdal og vorvertíð sem fanggæsla í ver- búð að Hafnarhólma í Steingrímsfirði. Ólafía gekk tvo vetur í Húsmæðraskólann að Staðarfelli í Dala- sýslu, þar voru með henni Markúsína frá Melgraseyri og Rósa frá Skjaldfönn við Djúp, síðar húsmóðir að Ármúla. Skóla- stjóri var Sigurborg Kristjánsdóttir og naut Lóa þessarar menntunar alla ævi og var stolt af að greiða skólakostnað sjálf. Að námi loknu fékk hún vinnu á hót- elinu í Borgarnesi, einnig var hún í vist að Grímastöðum í Borgarfirði og Görðum á Álftanesi. Að lokum var hún um tíma stofustúlka hjá Páli Ísólfssyni, organista og tón- skáldi í Reykjavík. Djúpið togaði hana til sín á ný, 1941 gerðist hún ráðskona að Lónseyri hjá bræðrum sínum Jens og Engilbert til 1945 er Engilbert festi kaup á jörðinni Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi við Djúp. Hún var þar ráðin sem ráðskona fyrsta kastið, en var þar reyndar í 50 ár hjá bróður sínum. 20. júní 1945 hófu þau búferlaflutninga, hann fór á trillu inn Djúp, en hún fór á hest- um með unglingspilt og rak tvær kýr inn yfir Kaldalón og að Halls- stöðum. Þar voru torfhús en Eng- ilbert var lagtækur smiður og byggði upp öll hús og þau mjög samtaka um búskapinn. Þau höfðu hjá sér fjölda barna um lengri og skemmri tíma, en þrjá drengi ólu þau upp alfarið, Rafn Vigfússon, sem fylgdi jörðinni í kaupunum, Gylfa Guðjónsson sem sendur var til þeirra frá Ísafirði 1948 og Reyni Snædal Magnússon, sem kom frá Ísafirði 1960. Það var oft fjör á Hallsstöðum yfir sumartímann, þegar krakkaskarinn var í leikjum eða við heyvinnu á túni. Lóa á Hallsstöðum var ströng en góð móðir. Hún var trúuð og ól upp sín börn með kristilegu hugarfari og lagði rækt við þau sem minna máttu sín og höfðu orðið útundan af einhverjum ástæðum, þetta skynjuðu börnin og dá hana og virða alla tíð. Oft var hart unnið, en hún gaf ávallt frí í miðri viku ef unnið var um helgar, þá fórum við að veiða eða í leiki. Staðarfellsdvöl Ólafíu fylgdi henni, ávallt var á borðum staðgóður og hollur matur. Engir kæliskápar voru þá til, en hún var ávallt tilbúin með heitan mat fyrir menn ofan af heiðum, hún sauð niður kjöt að hausti, hafði hangi- kjöt og saltkjöt, súrmat í 200 lítra eikartunnu, fisk með Djúpbátnum frá Ísafirði, bakaði og hvatti Eng- ilbert til veiða. – Hún hafði skiln- ing á gangi lífsins, var undurgóð öllum skepnum og talaði við þær eins og börnin sín. Í sveitasam- félagi gengur ýmislegt á og koma upp árekstrar. Að Hallsstöðum gátu allir komið og glaðst saman, sem að öllu jöfnu gátu ekki bland- að geði. Ef erfiðleikar steðjuðu að heimili með einhverjum hætti stuðlaði Ólafía að heilbrigðri lausn. Engilbert andaðist í nóvember 1996 en Ólafía í febrúar 1997. Þar hvarf á braut öðlingsfólk. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Kæru vinir og vandamenn, um leið og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við þakka ykkur fyrir allan þann stuðning og umhyggju sem þið sýnduð okkur við andlát og útför dóttur okkar, KRISTÍNAR SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Æsufelli 6, Reykjavík. Einnig viljum við þakka allan þann hlýhug og vináttu sem þið sýnduð okkur á erfiðum tímum. Innilegar kveðjur, Hanne Hintze, Halldór Sigurðsson og fjölskylda. ✝ Okkar bestu þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, TRAUSTA GUÐJÓNSSONAR frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Grund. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Grund. Ragnheiður Jónsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Einar Jónasson, Guðjón Traustason, Kristín Erlendsdóttir, Kornelíus Traustason, Elín Pálsdóttir, Símon Eðvald Traustason, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sólveig Traustadóttir, Sigurður Wiium, Vörður Leví Traustason, Ester K. Jacobsen, G. Ingveldur Traustadóttir, Geir Jón Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU PÉTURSDÓTTUR SNÆLAND. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka alúð við umönnun hennar síðustu æviárin. Pétur H. Snæland, Valgerður Kristjánsson, Sveinn Snæland, Jónína M. Guðnadóttir, Halldór Þ. Snæland, Ásta B. Benjamínsson, Gunnar Snæland, Kristín E. Kristleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt okkur hlýhug, vináttu og samúð við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HARÐAR JÓNASSONAR húsasmíðameistara og kennara, Mánabraut 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir eru færðar því starfsfólki sem annaðist hann á Landspítalanum við Hringbraut og líknardeild Landspítalans Kópavogi. Óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar. Sigrún Eliseusdóttir, Ellert Ingi Harðarson, Oddný Jóna Þorsteinsdóttir, Jónas Freyr Harðarson, Anna Soffía Reynisdóttir, Hörður Már, Sigrún og Aðalbjörg Ellertsbörn, Unnsteinn Freyr, Hjördís María og Dagbjört Ásta Jónasarbörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, ÞORGEIRS H. JÓNSSONAR, Akurgerði 24, Reykjavík. Borghildur Þorgeirsdóttir, Arnar S. Andersen, Jón H. Þorgeirsson, Jane H. Þorgeirsson, Vilhjálmur Þorgeirsson, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Valdís S. Sveinsdóttir, Ólafur Þorgeirsson, Gíslína Hákonardóttir, Grímur Jónsson og afabörn.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Co- unt). Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.