Árdís - 01.01.1944, Side 8
linga og það ætíð að sjálfum sér meðtöldum, er ætíð fyrsti og nauðsyn-
legasti undirbúningur til þess að geta átt réttan þátt í hlutverkum kom-
andi dags. Uppeldismálin og heilbrigð rækt við lífið af hálfu einstaklinga
eru undirstöðuatriðin. Þar sem það bregst er öllu stofnað í voða. Þao
er eitt mesta vandamál nútímans að svo mörg ungmenni fara á mis við
nauðsynlegustu skilyrði til heilbrigðs manndóms. Siðferðileg og kristileg
heimilisfræðsla er víða horfin. Sunnudagsskólar, sem einlagt ná til miklu
færri en þyrfti, og hlutlausir dagskólar geta ekki bætt upp það, sem við
þarf. 1 stórborgunum viða horfir til stórvandræða vegna þess hve stórt
brot af æskulýðnum stefnir inn á leiðir glæpa og gáleysis, og það hefir
verið margsýnt og sannað að þetta er lang alvarlegast þegar heimilis-
áhrif vantar og siðferðileg og trúarleg áhrif og kensla er sama sem engin.
En líka þar, sem ekki stefnir út í ákveðnasta hættu, er almennur skortur
á því að æskan njóti þeirrar kenslu og leiðbeiningar í andlegum efnum
er hún þarfnast. Að miklu leyti stendur þetta í sambandi við að eldri
kynslóðin leggur víða hikandi og litla rækt við hina andlegu hlið lífsins.
En enginn verður laginn á að rækta það hjá öðrum, sem hann sjálfur
hefir ekki föst tök á. Hin bráðasta og brýnasta þörf nú til undirbúnings
undir framtíðina á eftir styrjöldinni er að kirkjan og kristinn almenning-
ur vakni verulega til meðvitundar um hve brýn er nauðsyn að hefja út-
þýðingu kristindómsins í raunverulegu lífi undir nútíma ástæðum. Kristn-
in þarf að finna til þess með sársauka hve brýn er þessi nauðsyn og leggja
hönd á viðreisnarstarf í þessa átt með glaðri sigurvissu. Spekingurinn
Steinmetz, sem lagði svo mikinn skerf til framfara á sviði raffræðinnar
í samvinnu við Thomas Edison, sá framundan hina stærstu möguleika til
siðferðilegrar og andlegrar framfarar og trúði því að lagt yrði inn á þá
leið til sigurs og heilla. Slíkan stórhug þarf saintíðar kristnin að glæða.
Sú kristni, sem ekki áræðir mikið, tapar sínum sigurmætti.
Kristnir einstaklingar þurfa að vera betur útbúnir til sóknar og
varnar í viðureign lífsins. Þeir þurfa bæði að þekkja og rækja lifandi
kristindóm. En að þroska sjálfan sig er lífsins örðugasta hlutverk. Það
krefst auðmýktar, svo maðurinn læri að þekkja sjálfan sig, réttilega, en
líka áræðis til að leggja inn á ákveðna leið, hagnýta tækifærin og reynast
trúr hækkandi hugsjón. Mikið er ráðgert í sambandi við hið ytra fyrir-
komulag lífsins, einkum hvað snertir sambúð og samvinnu þjóðanna og
eflingu réttlætisins. Þetta ber ekki að lítilsvirða, og skal að því vikið
síðar. En eigi umbætur í fyrirkomulagi og ástæðum lífsins að geta hepn-
ast, þurfa þær að byggjast á vaxandi þroska einstaklinganna. Að vera
kristinn maður táknar svo oft fremur í hugum manna að halda takmarki
er þeir telja sig hafa náð, en að sækja að takmarki, sem altaf er fram-
undan. Guðrækni verður fremur að leggja rækt við það sem er, en að
6