Árdís - 01.01.1944, Side 11

Árdís - 01.01.1944, Side 11
Ekki tók betra við þegar landið komst undir dönsk yfirráð árið 1381. Voru landsmenn kúgaðir í margar aldir, á einn og annan hátt af erlendum selstöðumönnum, er svo gengu nærri efnalegri afkomu þjóðarinnar að litlu munaði að hún dæi út. En þrátt fyrir erlenda áþján, er þvínær hafði mergsogið þjóðina, vakti þó altaf með henni ómótstæðileg þrá til fullkomins sjálfforræðis. Á Islandi hafði þróast þjóðveldi í rúmlega 300 ár. Á því tímabili hafði þjóðinni lærst að ráðstafa öllum sínum innanlands málum og skipuleggja undirstöðuna að lögum og rétti í landinu. Samband þjóðarinar við lýðveldis tímabilið slitnaði aldrei að fullu þótt mjög reyndi á þolrif. Hinn vígði þáttur sögulegra menningarerfða og glæsilegrar fortíðar fléttaðist, þótt stundum bæri lítið á, inn í báráttu kynslóðanna og veitti þeim traust á endurheimt þess frjálsa stjórnarfars er þjóðin hafði, sakir sundrungar, mist. Um miðja átjándu öld fer að rofa til. Þá hefst vakningar tímabilið og upplýsingarstefnan með Eggert Ólafsson í broddi fylkingar. En á öndverðri nítjándu öld koma Fjölnismenn til sögunar og syngja vakningar ljóð sín inn í sál þjóðarinnar. 1 jarðvegi þeirrar endurvakningar, hóf Jón Sigurðsson sína óviðjafnanlegu landvarnar starfsemi og brýndi fyrir þjóð- inni; “Aldrei að víkja”. Jón Sigurðsson, hinn göfugasti stjórnmálaleiðtogi er íslenzka þjóðin hefur alið, komst lengst í því að opna augu danskra stjórnarvalda fyrir þeim óréttindum sem íslenzka þjóðin hafði verið beitt og fyrir hans atbeina var það að Kristján konungur níundi, fékk íslandi í hendur nýja stjórnarskrá, á Þingvöllum 1874, er rýmkaði mjög til um stjórnarfarslegt og efnalegt frelsi íslenzku þjóðarinnar. Fyrsta desember 1918 er Island lýzt fullvalda konungsríki, í konugs- sambandi einu við Danmörku. Sáttmáli sá er báðar þjóðirnar þá gerðu skyldi haldast í tuttugu og fimm ár. 1 öndverðum mai mánuði 1940 var Danmörk hernumin. Og af þeirri ástæðu reyndist konungi Danmerkur ókleyft að fullnægja stjórnarfarslegum skyldum sínum sem konungur Islands. Var Alþingi þá þegar kvatt til fundar og ákvað það að taka alla mála forrystu í eigin hendur og velja þjóðinni ríkisstjóra er fara skyldi með það vald er konungur, fyrir hernám Danmerkur, hafði með höndum. Fyrrum sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri. Á Alþingi síðastliðinn vetur, samþyktu allir þingflokkar að stofna lýð- veldi á íslandi, 17. júní 1944. Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofn- unina og nýsamda lýðveldis stjórnarskrá fór fram 20.—23. maí s. 1. Svo einhuga var þjóðin um atkvæðagreiðslu þessa að um 98 af hundraði kjós- enda greiddu atkvæði með niðurfelling Dansk-lslenzka sambands sátt- 9

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.