Árdís - 01.01.1944, Side 13
að þau eru bæði að heyja stríð. Þau hefðu ekki tilverurétt ef ekki væri
fyrir einhverju barist.
Fyrir liverju? Postulinn segir: “Berstu trúarinnar góðu baráttu'’
(1. Tím. 6: 12). Stríð yðar, stríð vort, er barátta fyrir kristindóminum,
fengin oss í hendur af meistaranum sjálfum. Vér þurfum að heyja það
stríð, gegn hinum illu öflum, með Guði, í anda bænar, í anda trúmensku
og vísdóms.
Frásagan, sem vér athugum, sýnir stríð og sigur.
Jesús og lærisveinar hans voru eitt sinn á ferð í bygðunum fyrir
norðan Gyðingaland. Mjög sjaldan fór hann út fyrir takmörk þess lands
en í bygðum Týrusar og Sídonar var hann að þessu sinni, og þar gjörðist
þessi frásaga. Vér athugum stríðið sem þar er háð. Stríð skapast oft af
völdum manna en það er sérkennilegt við þessa sögu, að erfiðleikarnir
sem þar koma í ljós, virðast koma frá Guði: Það er Guð-maðurinn, Jesús
Kristur, sem sýnist leggja alla steinana í götuna til að hindra framgang
kanversku konunnar.
Hver var þessi kona? Hún tilheyrði heiðna fólkinu, sem bjó á þessu
svæði, fyrir norðan Gyðingaland. Má vera, að hún hafi verið í hópi af-
komanda Kananítanna, eins flokksins er bygði Gyðingaland áður en
Gyðingarnir náðu því á sitt vald. Landið var nefnt Kanaansland eftir
þeim. Þessi kona hafði samt frétt um máttarverk Jesú og eignast fulla
sannfæringu fyrir guðdómlegum mætti hans. Nú átti hún bágt: dóttir
hennar í skelfingum, haldin illum anda. Hún varð vör við för Jesú. Hví-
lík dásemd að hann skyldi koma einmitt þegar hún átti svo bágt. Sjálf-
sagt að leita hans. Hún hleypur til hans og ber upp fyrir honum kvein-
stafi sína: “Miskunna ]ni mér, herra, sonur Davíðs, dóttir mín er þungt
haldin.” Eg hygg, að hún hafi búist við skjótri úrlausn, gjört sér vonir
um að dóttir hennar yrði samstundis heilbrigð, eða að minsta kosti fljót-
lega.
Þá kemur fyrsti erfiðleikinn: ekkert svar.
Ekkert svar! “Skyldi sá ei heyra, sem eyrað hefir skapað,” Hvað
segir íslenzka sálmaskáldið?
“Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andardrátt,
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.”
Þó hefir mörgum manni fundist, að hann ekki fái neitt svar þegar
hann hrópar til Guðs. Ástvinurinn liggur dauðvona. Með brennandi
tilfinningum er Drottinn beðinn að bjarga, en ástvinurinn er kallaður
burt. Var ekkert svar? Eitt augnablik á krossinum virðist Jesús sjálfur
11