Árdís - 01.01.1944, Page 15

Árdís - 01.01.1944, Page 15
guðspjöllunum. En hvílíkt tap það hefði verið í þessu tilfelli. Heimurinn hefði þá farið á mis við eina hina dásamlegustu mynd af móðurlegu tápi, sem bókmentir heimsins eiga. Jesús sá hvað í konunni bjó og vildi leiða fram alla hina dýrðlegu fegurð sálar hennar. Hver einasti dráttur í þeirri fögru mynd en þeint leiddur fram í dagsljósið af þeim erfriðleikum sem lagðir voru á leið hennar. Þetta er guðleg tilhögun. Biblían er nokkur hluti af þroskunar sögu mannkynsins. Hún líkist æfisögu manns. I henni er barndómsskeið, þroski, og svo hin dásamlega opinberun í Jesii Kristi. Frá barndómskeiðinu er til mjög barndómsleg saga. Jakob glímdi við Guð. Nokkur hluti af mannlegu lífi á jörðinni er glíma við Guð, glíma við náttúruna sem Guð hefir skapað, glírna við við- fangsefni sem eru eins og ganga upp brattann, glíma við sannleik- ann sem þarf að leiða í Ijós. Að sigra erfiðleika er hin eina leið til mann- dóms. Þetta er lögmál Guðs. Endurlausnarverk Jesú Krists varð ekki leyst af hendi án fórnfærslu. Kórónan fæst aldrei án krossins. Og þó sáluhjálp vor sé himnesk náðargjöf fyrir Jesúm Krist verður hún að vaxa hjá oss, verður hún að vinna sigur yfir óteljandi freistingum. Stríð kanversku konunnar er mynd af mannlífinu í heild. Næst er því að athuga, með nokkrum orðum, sigurinn, sem hún vann. I raunréttri sigraði hún sér hvern erfiðleika, þegar hann kom, en síðasti þátturinn er lokasigurinn: Jesús: Það er ekki fallegt að taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hvolpana; Konan: Satt er það herra en hvolparnir éta þó af molum þeim er falla af borðum húsbænda þeirra. Jesús: Kona, mikil er trú þín. Verði þér sém þú vilt. Hver eru svo sálareinkenni hennar, sem orsaka sigurinn? Móðurástin er eðlishvöt hjá öllum góðum mæðrum en hennar ást er nokkuð sérstök: Hún gengur fram hjá öllum þjóðernislegum fordóm- um þegar hún leitar hjálpar hjá Israelíta, hún þolir allar móðganir sem stóðu í sambandi við leit hennar eftir hjálp, og hún hefir ekkert á móti því að henni sé líkt við hvolp. Alt er sjálfsagt að leggja í sölurnar til að bjarga dótturinni. Þetta er alt heit og hrein ást. Ástin sigrar erfiðleika. Annað sigurtæki, sem hún hefir, er sannfæring. Fregnir þær sem hún hafði af Jesú sannfærðu hana uin guðlegan rnátt hans. Enginn efi virðist til í hennar sál. Orð og atvik eru svo ákveðin, að aflgjafinn hlýttur að vera óbifandi sannfæring. Hið þriðja, sem að þessu lýtur er vit. Hún hefir óefað verið velgefin kona og hefir þroskað vel hæfileika sína. Vit í þjónustu sannrar ástar er líklegt til sigurs. Enda kemur þáð fagurlega fram í þessari stuttu sögu, hvernig ást og vit eiga samleið. Sérstaklega er þetta tilfellið í síðasta 13

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.