Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 18

Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 18
I álfheimum Eftir Rannveigu Schmidt. Þegar við förum að eldast gerumst við gleymin, en ýmislegt, sem skeð hefir fyrir löngu, löngu síðan stendur skýrt fyrir hugskotssjónum okkar... stundum dettur inér í hug kvöld eitt í Kaupmannahöfn fyrir meir en tuttugu árum síðan ... eg man það kvöld betur en margt sem gerðist í hinni vikunni, og kannske þætti ykkur gaman að heyra um það kvöld. I þá daga var Kaupmannahöfn heimili gleðinnar ... Kaupmanna- hafnarbúar elskuðu söng og hljóðfæraslátt og fólk af öllum stéttum naut hinnar ágætustu leiklistar í ótal leikhúsum borgarinnar, en góðir söng- varar sungu í konunglegu óperunni og danski “ballettinn” var orðlagður um Norðurálfuna. Einn þektasti píanóleikari Dana hélt upp á afmælið sitt þetta umtai- aða kvöld og hafði boðið um þrjátíu manns til kvöldverðar, en þarna voru samankomnir margir frægir menn og konur. Það var glaumur og gleði — og músik þetta kvöld. Ein aðalsöngkonan frá konunglegu óperunni var þar í pelli og purpura og lét dást að sér, eins og henni bæri það — og þótt meira væri. Já, hún ætlaði að syngja fyrir okkur síðar um kvöldið og sama sagði stórfrægur söngvari einn, sem viðstaddur var. Einn þekt- asti gagnrýnandi á músik í Danmörku var þarna með konu sinni, en hún var annáluð fyrir fegurð sína. Hún giftist síðar Fugtwangler hinum þýska, sem þykir ganga Toscanini næstur sem forstjóri hljómsveita og er eini maðurinn af því tagi, sem Nazistar hafa getað haldið í... en stundum hefii- mér verið hugsað til þeirrar fögru frúar síðustu árin... hvernig ætli henni liði, danskri konunni, sem gift er þýskum Nazista, þessi árin, sem þjóðverjar hafa haldið Danmörku í ánauð . .. en þetta kvöld óraði engan fyrir slikum skelfingum og gestirnir skemtu sér með hmu alkunna danska léttlyndi, en veitingar voru prýðilegar, eins og altaf með Dönum. Eg kom með kunningja mínum, dönskum málara, en þekti fáa, sem viðstaddir voru og settist að kvöldverðinum loknum í sófa hjá konu nok- kurri, sem var á að giska um sextugt. Hún var í íburðarlitlum kjól og vakti enga eftirtekt á þessari glitrandi samkundu. Hún var grá fyrir hærum með falleg augu og mjög viðfeldin, en er hún tók mig tali upp- götvaði eg fljótt, að hún var viðförul og kunni frá mörgu að segja. Nú spilaði húsráðandi fyrir okkur Pathetique Beethovens og gerði það prýðisvel, en eg gat séð, að konan, sem sat við hliðina á mér, naut 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.