Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 25

Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 25
í staðinn fyrir á ofbeldi; að koma í veg fyrir ill-vilja með því að stofna svo mikinn og verulegan góðvilja að hann geti brúað komandi ár. Það var vegna þess góð-vilja að öll vandræði sem oft sýndust óyfirstíganleg, voru þó yfirstígin. Þennan góð-vilja hefir vantað á milli Frakklands og Þýzkalands og þar af leiðandi áttu sér stað blóðugir bardagar út af landa- mærum sem eru þó svo mikið styttri heldur en þau eru á milli Canada og Bandaríkjanna. Þetta dæmi sannar að lögmálið sem að gott heimili grundvallast á, er það sama og veröldin ætti að hafa fyrir grundvöll. Án þess lögmáls elsku og góðvilja þá er þetta hræðileg veröld eins og núverandi ófriður- inn ber vitni um. Þjóðirnar samanstanda af fólki — mönnum og konum og börnum eins og okknr. Það sem á við heimili okkar og þjóð, á einnig við öll önnur heimili og allar aðrar þjóðir heimsins. Ein þjóð getur kastað skugga á veröldina rétt eins og eitt óánægt barn getur skygt á alt heimilið. I því tilfelli er nauðsynlegt að komast að orsökinni fyrir þessari óánægju rétt eins og móðir gerir fyrir barn sitt. Allar þjóðir hafa eitthvert tillag að greiða veröldinni ef þeim er gefið tækifæri til þess. Það var einmitt einn kostur þjóðasambandsins —“League of Nations”, sá að gefa smærri þjóðunum tækifæri til þess að þjóna fyrir milligöngu sinna hæfustu manna, allri veröldinni. Þannig komst þetta þjóðasamband nær því að vera þjóða-fjölskvlda heldur en nokkuð annað sem reynt hefir verið. Þessum kosti má ekki gleyma þó að þetta samband næði ekki tilgangi sínum. Jafnt því að meta hæfileika smærri og veikari þjóðanna þá verður að veita þeim lið þegar þær eru kúgaðar af einhverju vfirvaldinu. J Góðviljinn sem gæti þannig ríkt á meðal þjóðanna er það eina sem getur ábyrgst þróun menningarinnar. En hvað er menning? Það er marg sannað að ekki herlið né hervopn, heldur musteri og listaverk séu merki þess að þjóð sé siðfáguð. Tökum til dæmis Egyptalands, Grikkland og Kína, þeirra musteri, pyramídar, myndastyttur, innanhúsmunir og gull- stáss voru merki siðfágaðra þjóða. En hver framkvæmdi þessi stórvirki? Það voru miljónir þræla, þræla sem bygðn Mikla Vegginn í Kína, pýra- mídana á Egyptalandi, o. s. f. Það voru þrælar sem gerðu þessa menn- ingu mögulega. Mentuðu Kínarnir, Grikkirnir og Rómverjarnir gátu notið mentunnar sinnar vegna þess að þeir höfðu þræla til þess að vinna fyrir sig. Þessir þrælar voru sigraðir óvinir. \7inna þeirra var dýrkeypt, kostaði svita þeirra og blóð. Er þá einungis um tvent að gera, annað- hvort að halda áfram þessari þrælkun, eða þá að gefa upp hugmyndina um betri og fullkomnari menningu? Hvorugt er aðlaðandi. En maður nokkur, að nafni Henry Ford gaf bendingu um úrlausn á þessu vanda- máli. Það var hans hugsjón að taka okið af herðum verkamannsins 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.