Árdís - 01.01.1944, Síða 26
og leggja það á stál í staðinn. Hans fyrsta vél var notuð fyrir dráttar-
vél til þess að létta byrðinni á búmanninum. En þó að undarlegt megi
þykja þá var það ekki dráttarvélin heldur bifreiðin sem búmaðurinn
ágirntist mest sökum þess að hún varð til þess að vinna bug á einangrun-
inni og að greiða fyrir samgöngu við annað fólk. Það er ekki einungis
dráttarvélin og bifreiðin sem umbreytt hafa lífinu heldur og margar
aðrar uppfyndingar svo sem: ritsíminn, talsíminn, grammófónið, reið-
hljólið, sláttuvélin og ótal önnur tæki. Fólk ferðast á lestum, gufuskipum
og loftbátum, það kaupir föt, mat og efni sem búið er til í vélum. Að
sumu leyti fer þetta of langt, svo langt að margir eru orðnir þrælar vél-
anna fyrir misbrúkun á þeim að því leyti að þær hafa orsakað atvinnu-
leysi. Allir þurfa að vinna en á sama tíma þurfa þeir að losast við þá
þrælkun sem lamar bæði líkama og sál. Sérstaklega er það þýðingar-
mikið fyrir konurnar vegna þess að þeirra vinna hefir verið minst metin
og minst endurgoldin.
Það er þá vandamálið að rata meðalveginn ef nokkur kostur er á því,
að koma hlutunum þannig fyrir að allir geti notið frítíma og fegurðar,
en ekki aðeins fáir á kostnað fjöldans. En til þess að koma því til leiðar
þá er að varast of erfiða vinnu á annan bóginn og of mikið aðgerðaleysi
á hinn bóginn, vegna þess að hvorugt er gott fyrir heilann. Af þessari
ástæðu er það að margt af hæfileikafólkinu kemur frá miðstéttunum,
þeim sem vinna í meðalhófi. En svo að þetta ásigkomulag nái til
sem flestra þá er eina úrlausnin sú að nota vélar til þess að afkasta erfiðari
verkum og losa alla fyrir þá iðju sem er síður lamandi. En eins og fyrir-
komulagið er nú, þá ná ekki vélarnar þessum tilgangi. Fólkið er ennþá
útþrælað, því hefir ekki gefist tími til þess að afkasta miklu á sviði listanna,
og atvinnuleysi hefir verið mikið. Það sýnist vera að vélarnar hafi verið
notaðar of mikið til þess að framleiða hluti í stórum stíl, hluti sem taka
upp of mikið pláss og of mikinn tíma. En það sem verra er, þessum
hlutum hefir ekki verið jafnað niður á alla. Margar konur hafa engin
tæki til þess að gera vinnu þeirra léttari, þær hafa ekki tíma til þess að
ferðast eða að sjá sjónleiki eða hreyfimyndir. Þær eru því ennþá því
sem næst í þrælastéttinni. Vélarnar ættu að gefa tómstundir, en þær
hafa aðeins framleitt hluti.
En versta afleiðing vélamenningarinnar er eyðileggingin sem nú
á sér stað í heiminum. Heimili og heilar þjóðir hafa eyðilagst. Konur
og börn eru deydd jafnt hermönnum. Þessi misbrúkun vélanna stafar
af of mikilli framleiðslu og af atvinnuleysi. Hjá þessum vanda mætti
stýra ef vélarnar væru notaðar til þess að framkvæma erfiðustu vinnuna,
fyrir flutning og til þess að framleiða þá hluti sem veita tómstundir.
Hér er áskorun á konurnar að ráða fram úr því hvernig þessu skuli
24