Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 30

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 30
varirnar þegar þeir vildu gera sig skiljanlega. Hún hafði oft lagt hend- urnar á andlit móður sinnar og fundið varir hennar bærast ótt og títt. Nú vildi hún einnig nota þessa aðferð til að ná sambandi við fólk. Hún þreif í handlegginn á móður sinni, benti á munninn á sér, og vöðvarnir í litla andlitinu kiptust til af áreynslu og ákafa. Móðirin horfði á hana með sorgarsvip og hristi höfuðið. Litla stúlkan hljóp í mikilli geðshrær- ingu um húsið og reyndi þennan nýja leik við alt heimilisfólkið, en engin gat skilið hana. Við hverja tilraun varð hún æstari; litla hjartað var að springa af ákafa og harmi; hún fleygði sér á gólfið, sparkaði í allar áttir og grét hástöfum, og gráturinn nísti hjarta rnóður hennar. Þessi litla stúlka var Helen Adams Keller. Hún var fædd 27. júní 1880 í Tuscumbia, Alabama. Faðir hennar Arthur Keller var blaða rit- stjóri og hafði verið flokksforingi í liði Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Eins og flestir heldri landeigendur Suðurríkjanna bjó hann við mjög rýrðan kost eftir stríðið. Helen var bráðþroska og fjörugt barn. Hún var farin að tala þó nokkuð þegar hún, 19 mánaða gömul, fékk ákafa hitasótt. En veikin hvarf jafn skyndilega og hún hafði komið, og litla stúlkan varð heilsugóð sem fyr. En sjónin, heyrnin og málið var horfið! Helen var geðrík að eðlisfari; og nátturlegt líkamlegt fjör og útþrá andans gerðu það að verkum að þetta litla barn innilokað í svarta myrkri og yfirgnæfandi þögn, komst með köflum í átakanlegar geðshræringar, og þessi köst voru að ágerast. Það var sem eitthvert vaxandi afl inni fyrir væri að brjótast um til að sprengja af sér fjötrana — þessa lamandi fjötra algers myrkurs og eilífrar þagnar. Margar heitar bænir höfðu stigið upp frá hjörtum foreldranna þessi fimm ár, síðan augasteinninn þeirra var svo skyndilega sviftur hinum dýr- mætu skilningarvitum — sjón og heyrn. Auðvitað var ómögulegt að von- ast eftir því að Helen fengi notið lífsins eins og ófatlað fólk, en hún var þó, svo var Guði fyrir þakkandi, heilbrigð á sálinni. Um þessar mundir fékk Arthur Keller góða stöðu hjá stjórninni og gerði hann nú alvarlega gangskör að því að leita litlu dóttur sinni lækninga. Frægur augnlæknir í Baltimore gaf honum enga von um það að Helen fengi sjónina en ráðlagði honum að leita til uppfyndingamanns- ins, dr. Alexander Graham Bell í Washington. En engin tæki sem hinn mikli hugvitsmaður gat upphugsað, gátu orðið að liði litlu blindu og heyrnarlausu stúlkunni. Að lokum bað dr. Bell yfirmanninn við blindra- skólann í Boston (Perkins Institute) að senda besta kennarann sem völ væri á til Keller fjölskyldunnar til þess að kenna Helenu. Svo kom kennarinn, Ann Sullivan, sem himinsendur bjargvættur til Helenar. Það var í marzmánuði 1887. Helen var þá tæpra 7 ára, og 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.