Árdís - 01.01.1944, Page 32

Árdís - 01.01.1944, Page 32
Og þó engin annar, ekki einu sinni hinn elskaði kennari, teldi líklegt að hún gæti lært að tala, þá fast ákvað hún að gera það. Kennari var fenginn, Sai-a Fuller að nafni. Hún byrjaði með því að láta Helen styðja fingr- unum lauslega á kverkar, varir og nef þess er talaði, svo hún gæti náð hljóðfallinu. Og fyrir hina óvíðjafnanlegu þrautseigju og staðfestu, sem hefir auðkent alt líf hennar, lærði Helen að tala. Hún æfði sig dag og nótt og Ann Sullivan lagði sig í líma til að hjálpa henni og leiðrétta hana. Þegar Helen Keller er að halda fyrirlestra þá kemur kökkur í hálsinn á áheyrendum hennar, er hún lýsir fyrir þeim með dálítið óvenjulegum framburði, en þó skýrum og þýðum málrómi, þeim ógleymanlega fögnuði sem gagntók hana, er hún í fyrsta sinn gat sagt, “Eg er ekki mállaus lengur.” Ann Sullivan fann fljótt að Helen var svo stálminnug að hún gat haft upp heilar setningar eftir öðnam, löngu eftir að hún hafði lesið þær, og án þess að muna, að þær væru frá öðrum. Hugur hennar hafði verið sem óritað blað, eða afar viðkvæm ljósmyndaplata; og það var sem hvert orð og hver setning, sem fyrir bar yrði innsiglað á þennan næma huga. Alt skáldlegt og háfleygt sem hún las vakti hrifningu í brjósti hennar og eins og barn með gullin sín lék hún sér að orðum og hugmyndasmíðum. En þegar Ilelen var rúmlega ellefu ára, varð hið eftirtektarverða minni til þess að setja snurðu á þráð hinnar nýfundnu hamingju hennar. Ann og Helen höfðu dvalið fram eftir haustinu á sumarbústað Kel- lers, og lýsti Miss Sullivan fegurð haustsins, kyrðinni og litskrúði trjánna svo fagurlega að ímyndunarafl Helenar greip þetta efni og liún fór að skrifa ofurlítið æfintýri um haustið og veturinn. Orð og hugmyndir komu svo ótt í huga hennar, að hún hafði ekki við að koma þeim á “braille” töf- luna sína. Þegar sögunni var lokið, þótti heimilisfólkinu hún ágæt, en hélt að hún hefði lesið þetta einhverstaðar. Helen kvað nei við og með barns- legri gleði sendi hún söguna til vinar síns, forstöðumanns blindraskólans í Boston, í afmælisgjöf. Var svo sagan prentuð í skýrslu skólans. “Eg var nú,” segir Helen, “á hæsta tindi hamingju minnar, en þeim mun hærra varð fallið.” Helen fór nú að venju á skólann í Boston um veturinn, og var henni þá sagt, að skáldkonan Margaret T. Canby hefði fyrir mörgum árum skrifað æfintýri um veturinn er var svo að segja orð fyrir orð eins og saga Helenar. Þetta var því álítið stæling og óvandað tiltæki af barninu. Helen gat alls ekki skilið þetta og mundi ekki eftir að hafa lesið söguna. Miss Sullivan hafði aldrei séð hana. Loks var komist að því, að tveim árum áður, hafði vinkona Kellers hjónanna tekið Helen í mánaðar tíma og þá lesið ýms af æfintýrum Miss Canby í lófa hennar. 30

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.