Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 33

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 33
Skólastjórinn vissi ekki hverju hann ætti að trúa. Hann var hræddur um að Helen hefði gert þetta vísvitandi til þess að öðlast aðdáun. Hann lét kalla hana fyrir átta manna skólaráð og spurði hana fram og aftur um þetta mál. En hún gat aðeins gefið eitt svar: hún rnundi ekki eftir að hafa fengið söguna utanað. Þarna stóð Helen litla alein hrædd og undrandi fyrir framan þessa menn, — ásökuð um óráðvendni! Hún var fráskilin allri ástúð og blíðu. Hinn elskaði kennari fékk ekki að standa við hlið hennar til þess að hjálpa og hughreysta. Hún fann efann og gruninn í kring um sig, og hún fann að kær vinur horfði á sig með ávítunaraugum. “Þegar eg var háttuð um kveldið grét eg,” segir hún, “eg vildi biðja þess að ekkert barn yrði nokkru sinni að liða aðra eins sálarangist. Eg hélt eg mundi deyja og það huggaði mig ofurlítið. Eg held að ef þessi sorg hefði hent mig eldri, þá hefði eg aldrei náð mér.” Þetta atvik hnekti starfi og áhuga Helenar um tíma. Hún fékkst ekki til að snerta á penna. En Miss Sullivan með sinni vanalegu blíðu og lempni kvatti hana með öllu móti til að halda áfram að skrifa. Og nokkru seinna var prentuð eftir hana, í unglingablaði, lítil saga sem var um hana sjálfa og voru minningar frá hinum fyrstu árum, áður og eftir að hún veiktist. Sagan vakti mikla athygli og aflaði Helenu fjolda nýrra vina. Skynjun og tilfinning Helenar er svo næm að hún getur “heyrt” hlóð- færaslátt með því að styðja hendinni á hljóðfærið. Hún getur þekkt fólk á fótatakinu; hún finnur þegar kötturinn hennar malar og hundurinn geltir. Hún finnur glöggt hvort sorg eða gleði ríkir í herberginu, eða í huga þess er hún talar við. Hún er sjálf oftast kát og glöð með fyndni á reiðum höndum. Hún hlær dátt af samúð ef fólk í kringum hana hlær að einhverju gríni, þó hún hafi ekki heyrt það. Hún liafði nú lært að lesa af vörum fólks með fingrunum og gat því talað við rnarga sem ekki kunnu fingra málið. Með aðstoð Miss Sullivan sem ætið var henni “auga og eyra”, naut Helen þess að “sjá” margt dýrðlegt og undursamlegt — hún fór til Niagara Falls, og varð hugfangin af mikilleik fossanna. Á veraldarsýninguni í Chicago 1.893 var henni leyft að fara höndurn um alla hluti og við þetta og útskýringar Miss Sullivan lærði hún mikið um margvísleg undur og gæði heimsins, um fjarlæg lönd, um listir, og dýr og jurtir náttúrunnar, og um framsókn mannsandans. Skólarár Helenar og háskólaganga þar sem hún nam flestar greinar sem ófatlaðir unglingar lesa, sýna næstum yfirnátturlega andlega yfir- burði. Ann Sullivan sat við hlið hennar og las í lófa hennar fyrirlestra kennaranna, svo flýttu þær sér heim og Helen skrifaði alt sem hún mundi 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.