Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 34

Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 34
með ritvél. Allar námsbækur sem voru á blindra máli “braille” las hún sjálf en hinar las hún af vörum Miss Sulivan, eða þá að Miss Sullivan las í lófa hennar. Inngönguprófin fyrir Radcliffe College urðu mörguin ófötluðum unglingi að fótakefli, en örðugleikar þeir sem Helen Keller varð að yfirstiga voru svo ægilegir að kraftaverk má kallast að hún gafst ekki upp. En hún hafði fyrir löngu ásett sér að fara á háskóla og vilja- þrek hennar lét ekki bugast. Eitt af því sem flestir undrast yfir er það að Helen tók mikinn þátt í leikjum og íþróttum. Hún hafði gaman af að synda, fara á hestbak, og hjólhest og róa á bát, en einhver annar varð að stýra bátnum. Hún vildi bera við að gera alt sem aðrir unglingar gátu gert. Hún tók og mikinn þátt í félagslífi skólans, var varaforseti bæði þegar hún var í neðri og efri deild skólans. Einu sinni á háskólaárunum fóru nokkrir nemendur að skoða hóp af hundum sem voru til sölu. Einn hundurinn hét Sir Thomas og var með afbrigðum styggur og óvingjarnlegur við ókunnuga. En þegar komið var með hann út fór hann strax til Miss Keller og var vinalegur mjög. Þetta þótti vinum Helenar svo frábært að þeir skutu saman sín á milli og keyptu hundinn handa henni fyrir $100. og var hann henni tryggur vinur í mörg ár. Eftir að útskrifast með beztu einkun úr háskólanum byrjaði Helen lífsstarf sitt sem er aðallega helgað blindum og heyrnarlausum. Hún hefir starfað í ótal nefndum sem vinna að því að opna þessu fatlaða fólki ný og fleiri mentunar tækfæri. Helen er löngu orðin fræg fyrir starf sitt, fyrirlestra, þáttöku í leikhússtörfun “Vaudeville” og merk ritstörf. Hún hefir ritað óteljandi blaðagreinar og margar bækur: “The World I Live In” 1910; “The Story of My Life” 1903; “Optimism” 1908; “Song of the Stone Wall” 1910; “Out of the Dark” 1913; og “Midstreams” sem er saga seinni áranna frá 1903. Helen Keller er mjög trúuð kona. Hún les biblíuna með hrifningu. Og hún gefur sér tómstund til þess að drekka inn í sál sína hina innri, dýpri þýðingu þeirrar speki sem þar felst. Það er hugnæmt að lesa í hennar eigin orðum um fegurð þá og speki sem hún hefir fundið í sumum köflum biblíunar t.d. bók Esther drotningar, og Rut. Nýlega hefir Helen skrifað fagra ritgjörð: “If I Could See for Three Days” og þar segir hún að endingu: “Bikar minn er barmafullur.” Það leit svo út í fyrstu að ekki einn moli fróðleiks eða hamingju mundi falla af borðum heimsins óskabarna í skaut hinnar blindu stúlku Helen Keller. Það leit svo út að hennar hlutskifti yrði æfilöng útilokun frá öllu sambandi við meðbræður sína. En hún barðist til þess að leysa úr fjötrum sál sína. Og þegar henni hafði tekist það þá barðist hún og 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.