Árdís - 01.01.1944, Side 46

Árdís - 01.01.1944, Side 46
Kvennfélagið Herðubreiðarsafnaðar að Langruth. Hún var mjög áhuga- söm og ef nokkur tök voru á, lét hún sig ekkj vanta á fund. Síðustu árin var hún blind, en með innilegum stuðning manns síns fylgdist hún með öllu sem gerðist og vann af kappi ullarvinnufélaginu og öðrum fyrir- tækum til góðs. Hún gladdi margan einstaklinginn á þennan hátt og gaf oft minningargjafir í minningarsjóð kvennfélagsins. Var það því viðeig- andi og falleg minningar gjöf, að af hinni látnri, gaf maður hennar tutt- ugu og fimm dollara í sjóðinn í minningu um hana. Guðrún var góð kona; hún átti góð börn og góða nágranna og allir sem kyntust henni þótti vænt um hana. Kvennfélagið misti góðan með- lim, en minning hennar lifir í allra hjörtum. Blessuð sé minning hennar. Lena Thorleifson. GUÐRÚN BJÖRNSON frá Vindheimum. Mér er það ljúft að minnast með fáum orðum heiðurskonunnar Guðrúnar Björnson er lést að heimili sínu í grend við Riverton síðast- liðið sumar. Þar sem ítarleg æfiminn- ing var birt í íslenzkum vikublöðum verður hér ekki getið um æfiatriði hennar, heldur vildi eg þetta mætti verða lítill blómsveigur ljúfra minn- inga lagður á leiði dyggrar starfskonu, ljúfrar félagssystur og trygglyndrar vinkonu. 1 Guðrúnu sameinuðust margir þeir eiginleikar sem prýtt hafa góðar konur frá öndverðu dæmafár dugn- aður, viljaþrek, skapfesta og hrein- lyndi. Þar fór einnig saman í heppi- legum hlutföllum, hugulsemi og höfðingslund. Það var eithvað við heimili hennar og heimilisstjórn sem minti á konuna íslenzku sem forðúm lét “byggja skála um brautu þvera”: heimilið reisulega og margmenna í þjóðbraut borðstofan stóra þar sem Guðrún Björnson svo margir vóru settir til borðs þegar manni virtist næstum því að borðið 44

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.