Árdís - 01.01.1944, Síða 59

Árdís - 01.01.1944, Síða 59
mínkað, unglinga afbrot mínkað, skólagánga aukist, en þegar vínbannið hætti hafi alt farið í sama horfið aftur. Ef maður gerir yfirlit yfir illu áhrifin sem leiða af víndrykkjunni þá sér maður þetta: það eykur varmensku, er faðir afbrotanna, móðir að allri svívirðing, bölvun allrar bölvunar, djöfull allrar vináttu og Guðs versti óvinur. I guðsbænum leggið þið hönd á þá stýrissveif, sem siglir Bakkus í kaf, því hann tilheyrir því vonda í heiminum. Flutt á þingi Bandalags Lút. Kvenna í Langruth, 8. júlí 1944. Margret I. Bardal Þingtíðindi Þingið haldið í kirkju Herðubreiðar safnaðar að Langruth, Manitoba, 8.-9. júlí 1944. (Athugasemd: — Skemtiskrá og skýrslur yfir embættismanna kosn- ingar eru prentaðar í ensku fundargerðinni. Nöfn félaga og fulltrúa birt í Lögbergi 20. júlí). Forseti, Mrs. G. Thorleifson, setti þingið kl. 9.30 f. h. 8. júlí. Séra Rúnólfur Marteinson las biblíukafla og flutti bæn. Mrs. J. Finnbogason bauð gesti og erindreka velkomna fyrir hönd kvenfélags Herðubreiðar- safnaðar. Kvennakór söng vísur ortar til B.L.K. af S. B. Benediktsyni. Fjórir starfsfundir og tveir skemtifundir voru haldnir í kirkjunni. Samkvæmt skýrslu kjörbréfanefndar höfðu konur þigréttindi sem fylgir: 22 fulltiúar frá 15 félögum, 4 meðlimir stjórnarnefndar, 3 meðlimir námsskeiðsnefndar og 3 prestskonur, þær Mrs. R. Marteinson, Mrs. B. B. Jónsson og S. Ólafsson. Miss Lilja Guttormsson bað um inngöngu í Bandalagið sem einstaklingsmeðlimur og var hún boðin velkomin. Áður en þingstörf hófust, var minst þeirra félagssystra sem látist höfðu á árinu: Guðrún Þorsteinsdóttir Ingimundson, Guðrún Björnson, Ingibjörg Ósk Jónasson, Guðbjörg Ingimundson, Elin Petrea Þiðriks- son, Jóhanna Ólafsson, Margret Bjarnason, Halldóra Bardal, Steinunn Stefánsson, Fanny Anderson, Olga Vopni, Halldóra Bardal. Eftir að forseti las nöfnin lutu allir höfði í þögulli bæn, og síðan las séra R. Marteinsson hugnæma bæn. 57

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.