Morgunblaðið - 19.04.2009, Side 1

Morgunblaðið - 19.04.2009, Side 1
1 9. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 104. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is KONUR Í SKUGGA ÖFGA»8 HUNDRAÐ Í HÆTTUNNI»8 Framverðir Barcelona, Eto’o, Henry og Messi, hafa gert 85 mörk á yfirstand- andi leiktíð og margt bendir til þess að þeir muni rjúfa hundrað marka múrinn. Sóknin hjá Börsungum er þung og hefur skilað þeim 85 mörkum í 50 leikj- um á öllum mótum. 87 í spænsku deild- inni, 13 í bikarnum og 33 í Meistaradeild Evrópu, að meðtöldum fjórum í und- anrásum þess móts sl. haust. Þremenningarnir sem höggva næst skyttum Börsunga í Evrópu eru Ronaldi, Rooney og Berbatov hjá Manchester United, en þeir hafa skorað 51 mark. Sjóðheitir í sókninni Konur í Afganistan og Pak- istan eiga undir högg að sækja og það frelsi sem þær eygðu um tíma virðist hafa verið tálsýn. Nýlega voru réttindi afganskra kvenna skert með lögum og íslamskur réttur innleiddur að hluta í Pakistan. Talibanar eru í sókn í báðum löndunum. Sókn talibana ógnar konum „VIÐHORFIÐ einkenndist lengi af einangrun og vernd og fötluðu fólki var markvisst haldið fyrir utan samfélagið með því að loka það inni á stofnunum. Sú var tíðin að börn hlupu fram hjá Kópavogshælinu til að smitast ekki. Vanþekkingin var svo mikil,“ segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunar- fræði við Háskóla Íslands. Fötlunarfræði er ung fræðigrein sem hafnar einhliða læknis- fræðilegum skilgreiningum á fötlun en leggur þess í stað áherslu á fé- lagslegan skilning og þátt menn- ingar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Nemendur í fötl- unarfræði hafa fjölbreyttan bak- grunn svo sem heimspeki, tákn- málstúlkun, bókmenntafræði, sjúkraþjálfun, þroskaþjálfun, iðju- þjálfun, guðfræði, hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf og uppeldis- og menntunarfræði. Betur má ef duga skal Viðhorf til fatlaðra einkennist ekki lengur af fáfræði og hræðslu, en betur má ef duga skal, að sögn Hönnu Bjargar. Hún segir fötlun almennt skilgreinda sem frávik og fyrir bragðið séu fatlaðir oft og tíð- um álitnir minna virði en annað fólk í samfélaginu. Hún bendir á að þetta byggist ekki á mannvonsku, heldur fáfræði. Algengt sé að komið sé öðruvísi fram við fatlað fólk en aðra. „Það er til dæmis alltaf jafn- skrýtið að heyra fólk hækka róminn þegar það ávarpar mann í hjólastól. Í flestum tilvikum eru þetta ósjálf- ráð viðbrögð.“ Húmor beittasta vopnið „Fordómarnir eru ekki horfnir en mín tilfinning er sú að þetta komi allt með kalda vatninu,“ segir Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóð- fræðinemi. „Sjálf er ég heppin að því leyti að mín fötlun sést ekki mikið nema ég fari út í stuttu pilsi á sumrin. Ég hef raunar voðalega gaman af því að gera það og sjokk- era fólk pínulítið,“ segir hún hlæj- andi. Hún segir húmorinn vera eitt beittasta vopn fatlaðra. | 22 Betri við- horf og batnandi Fordómar gegn fötl- uðum á undanhaldi Ég skal gefa þér ... ef þú giftist, ef ... Hvað hreyfir við kjósendum fyrir kosningarnar? Fólk var spurt um sín hjartans mál, allt frá Flateyri til Fjarðabyggðar. »12 segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. HASAR, GRÍN OG HÁSPENNA Í SUMAR GENGISVÍSITALA DOKTORS GUNNA KVIKMYNDIR ARFUR í ull og fötum DANIR velta fyrir sér evrunni SUNNUDAGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.