Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 18
18 Meðferð fanga MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ ótt George W. Bush sé horfinn af stóli forseta er enn margt óuppgert úr forsetatíð hans. Fyrr í þessum mánuði var skýrslu, sem Alþjóða Rauði krossinn vann í trúnaði um meðferð banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, á fjór- tán föngum, sem taldir voru ein- staklega mikilvægir, lekið á netið. Á fimmtudag birtu bandarísk yfirvöld síðan minnisblöð þar sem lýst er 14 harkalegum aðferðum, sem stjórn Bush samþykkti að CIA mætti beita við yfirheyrslur fanga úr hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda. Þar er meðal annars lýst í þaula hvernig halda má fanga vakandi í 11 daga samfleytt, setja þá í myrka, þrönga kassa og nýta sér ótta þeirra með því að setja skordýr í kassann. Umdeild- asta aðferðin er vatnspyntingar, sem felast í að fórnarlambið er bundið á fleka með hettu yfir andliti og vatni hellt yfir höfuðið til að kalla fram drukknunartilfinningu. Eric H. Hol- der, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að vatns- pyntingar séu ólöglegar. Myrkur og sársaukafullur kafli Í minnisblöðunum er einnig rök- semdafærsla fyrir því að aðferðirnar fjórtán séu löglegar og stangist ekki á við alþjóðlega sáttmála eða ákvæði í þjóðarétti um „grimmilega, ómann- úðlega eða niðurlægjandi“ meðferð. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þegar minnisblöðin voru birt að útsendarar CIA, sem hlut ættu að máli, yrðu ekki sóttir til saka. Um leið fordæmdi hann „myrkan og sáraukafullan kafla í sögu okkar“ og sagði þessar aðferðir liðna tíð. Harðar deilur áttu sér stað innan stjórnar Obamas um það hvort birta ætti minnisblöðin og var Leon Pa- netta, yfirmaður CIA, því algerlega andsnúinn eftir því sem fram kemur í dagblaðinu The New York Times. Margt af því, sem fram kemur í minnisblöðunum, hefur komið fram með öðrum hætti. Yfirheyrsluaðferð- irnar áttu að vera leyndarmál, en voru það alls ekki. Mark Danner, prófessor í blaðamennsku, er einn þeirra, sem fjallað hefur rækilega um þá meðferð, sem Bandaríkjastjórn leyfði á föngum í stjórnartíð Bush og aðferðir CIA á undanförnum árum. Í tveimur tölublöðum tímaritsins The New York Review of Books fjallar hann um skýrslu Alþjóða Rauða krossins um fangana fjórtán og með seinni greininni vísar hann á skýrsl- una á netinu og birtir hana þar með almenningi. Skýrsla Rauða krossins var full- gerð í febrúar 2007. Rætt var við fangana fjórtán í fangelsinu í Guant- anamo á Kúbu, í október 2006 og aft- ur í desember. Þangað komu þeir í september 2006, en hafði áður verið haldið á laun á vegum CIA á ótil- greindum stöðum allt frá því í mars 2002. Allir voru fangarnir beittir illri meðferð, eins og það er kallað í eða saman – sem jafngildi pyntingum og/eða grimmilegri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð.“ Danner veltir fyrir sér í greinum sínum hverju hafi verið áorkað með pyntingunum. Ekki er dregið í efa að mennirnir hafi tengst al-Qaeda. Í rökstuðningi fyrir pyntingum er iðu- lega dregið fram dæmið um yfirvof- andi hryðjuverk, sem aðeins verði af- stýrt með því að fá fangann til að tala og þá verði að vera hægt að bæta öll- um tiltækum ráðum til að bjarga mannslífum, það er fórna minni hags- munum fyrir meiri. Það virðist hins vegar alls ekki hafa átt við. Þegar upp er staðið virðist gagnsemi yf- irheyrslnanna hafa verið ákaflega takmörkuð. Þær hafa ef til vill veitt upplýsingar um starfsaðferðir al- Qaeda, en ekki afhjúpað einstök hryðjuverk þótt draga megi þá álykt- un að nokkrum sinnum hafi fram- burður pyntaðra vitna leitt til þess að bandarísk yfirvöld lýstu yfir neyðar- ástandi án ástæðu. Yfirheyrslurnar hafa ekki leitt til sakfellinga fyrir dómi og framburður, sem fékkst með aðferðum CIA, er líkast til ekki not- hæfur fyrir rétti. Hins vegar hafa þessar aðferðir skapað mikla andúð á Bandaríkjamönnum og orðspor þeirra beðið hnekki eins og Obama benti á í samtali í þættinum 60 mín- útum: „Á bara að halda áfram þar til allur múslíma- og arabaheimurinn fyrirlítur okkur? Höldum við virki- lega að það geri okkur öruggari?“ Pyntingar CIA enn afhjúpaðar Reuters Pyntingar Fanga misþyrmt í Abu Ghraib-fangelsinu. Myndin er frá 2003 og ber vitni þeim aðferðum, sem CIA beitti við yfirheyrslur í tíð George W. Bush. ‘‘... HALDA ÁFRAM ÞARTIL ALLUR MÚSLÍMA-OG ARABAHEIMURINNFYRIRLÍTUR OKKUR? HÖLDUM VIÐ VIRKILEGA AÐ ÞAÐ GERI OKKUR ÖRUGGARI? TENGLAR .............................................. http://www.nybooks.com/icrc- report.pdf http://documents.nytimes.com/ justice-department-memos-on- interrogation-techniques#p=1 Yfirheyrsluaðferðir CIA eru aftur í sviðs- ljósinu eftir að leyni- skýrslu Rauða kross- ins var lekið á netið og minnisblöð úr tíð Bush voru birt. skýrslunni, og er tekið fram að það orðalag eigi ekki að draga úr því hvað harkalega var farið með fangana: „… Alþjóða Rauði krossinn telur klár- lega að í ásökunum mannanna fjór- tán séu lýsingar á meðferð og yf- irheyrsluaðferðum – einum og sér Abu Zubaydah er einn þeirra, sem Rauði krossinn ræddi við í Guantanamo. Hér lýsir hann vatnspyntingum, sem hann var beittur á þriðja staðnum þar sem honum var haldið (fangarnir voru ítrekað fluttir á milli staða): „Ég var settur á að mér sýndist sjúkrarúm og reyrður mjög fast niður með ólum. Svartur klútur var síðan setur yfir andlitið á mér og yfirheyrslumennirnir notuðu sódavatnsflösku til að hella vatni á klútinn þannig að ég gat ekki andað. Eftir nokkrar mínútur var klút- urinn fjarlægður og rúminu snúið í upprétta stöðu. Þrýstingur ólanna á sár mín kölluðu fram mikinn sársauka. Ég ældi. Rúmið var síð- an aftur sett í lárétta stöðu og sama pynt- ingin endurtekin með svarta klútinn yfir and- litinu á mér og vatni hellt úr flösku. Í þetta skipti hallaði höfuðið á mér meira aftur og niður og vatninu var hellt í lengri tíma. Ég barðist án árangurs við að ná andanum. Ég hélt að ég myndi deyja. Ég missti stjórn á þvagi mínu. Eftir þetta missi ég enn stjórn á þvagláti þegar ég er undir álagi.“ Bin Attash lýsir yfirheyrslum í Afganistan: „Daglega fyrstu tvær vikurnar var ól sett um háls mér og síðan notuð til að skella mér utan í veggi á yfirheyrsluherberginu. Hún var einn- ig sett um háls mér þegar ég var tekinn úr klefa mínum til yfirheyrslu og notuð til að leiða mig eftir ganginum. Hún var einnig not- uð til að skella mér utan í veggi gangsins.“ Khalid Shaik Mohammed lýsir yfir- heyrslum, sem hann heldur að hafi átt sér stað í Póllandi: „Þegar yfirheyrslan hófst aft- ur sagði einn af „emírunum“ mér að þeir hefðu fengið grænt ljós frá Washington til að gera honum „erfitt fyrir“. Þeir notuðu aldrei orðið „pyntingar“ og töluðu aldrei um „lík- amlegt álag“, aðeins um að gera „erfitt fyrir“. Mér var aldrei hótað með dauða, reyndar var mér sagt að þeir myndu ekki leyfa mér að deyja, en ég yrði sendur „að dauðans dyrum og aftur til baka“. Fyrir utan það þegar ég var tekinn til yfirheyrslu í öðru herbergi var ég geymdur í mánuð í klefa standandi með hend- urnar járnaðar og festar yfir höfði mér og fæturna járnaða og festa við gólfið. Auðvitað sofnaði ég stundum á meðan ég var hafður í þessari stöðu. Þá hvíldi allur þungi minn á járnunum um úlnliði mína, sem leiddi til op- inna, blæðandi sára. Járnin um ökklana á mér ollu einnig opnum, blæðandi sárum. [Ör í samræmi við þennan framburð sáust á báð- um úlnliðum sem og báðum ökklum.] Báðir fætur mínir urðu mjög bólgnir af að standa nánast látlaust í heilan mánuð... Meðan á harkalegasta tímanum í yfir- heyrslunum stóð gaf ég mikið af röngum upp- lýsingum til að láta þá sem yfirheyrðu mig fá það sem ég taldi að þeir vildu heyra til þess að hinni illu meðferð yrði hætt. Ég sagði yf- irheyrslumönnunum síðar að aðferðir þeirra væru heimskulegar og hefðu öfug áhrif. Ég er viss um að mikið af hinum röngu upplýs- ingum, sem ég var neyddur til að búa til, til að hinni illu meðferð yrði hætt, sóaði miklu af tíma þeirra og leiddi nokkuð oft til þess að gefnar voru út falskar viðvaranir í Bandaríkj- unum.“ Að dauðans dyrum og aftur til baka Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.