Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 22

Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 22
22 Nám MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is U ppi varð fótur og fit og kvörtunum rigndi yfir breska ríkissjónvarpið, BBC, eftir að kona að nafni Carrie Burnell hóf að stjórna barnatíma þar á bæ eftir áramótin. Var henni gefið að sök að hræða líftóruna úr bless- uðum börnunum. Hvernig skyldi Burnell hafa farið að því? Með yf- irgangi, ólátum og klúryrðum? Nei, ekki aldeilis. Það vantar á hana ann- an framhandlegginn. „Ég bannaði börnunum mínum að horfa á barnatímann fyrir svefninn í gærkvöldi vegna þess að ég veit að það hefði haft slæm áhrif á elstu dóttur mína og valdið henni svefn- truflunum,“ bloggaði faðir nokkur og tók fram að hann væri ekki að grínast. Aðrir voru á því að BBC væri bara að „skora stig“ með ráðn- ingu Burnells og stöðin hefði gert sig seka um „jákvæða mismunun“. Bloggheimar loguðu í neikvæðum ummælum í garð Burnells og fólk kvartaði m.a. undan því að vera sett í þá „erfiðu aðstöðu“ að þurfa að út- skýra fötlun hennar fyrir börnum sínum. Alls bárust BBC 25 opinber- ar kvartanir vegna málsins. Talsmaður samtaka fatlaðra í Bretlandi furðaði sig á umræðunni og sagði fáránlegt að foreldrar væru að tjá sig fyrir hönd barna sinna. „Börn veita frávikum af þessu tagi enga athygli. Foreldrar ættu frekar að velta því fyrir sér hvernig það er að eiga einhent barn. Það er frábært fyrir fötluð börn að sjá fólk eins og þau í sjónvarpinu,“ sagði talsmaðurinn, Sue Stokes. Fjölmargir almennir sjónvarps- áhorfendur tóku líka upp hanskann fyrir Burnell og bentu m.a. á, að það væri löngu tímabært að fatlað fólk birtist reglulega á skjánum. „Sjón- varpið er öflugur miðill og fyrir vik- ið vel til þess fallið að uppfræða al- menning um fötlun almennt og taka á „óttanum“ og fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem fólk hefur um hana,“ skrifaði bloggari. Sjálf er Burnell staðráðin í að láta ekki illar tungur slá sig út af laginu. „Það getur ekki verið nema jákvætt að foreldrar noti mig sem tækfæri til að ræða um fatlaða við börnin sín. Það sýnir bara hversu mikilvægt það er að hafa fatlaða sem fyr- irmyndir í barnatímum og í sjón- varpi almennt,“ sagði hún. Enginn sá, er lýti hefir á sér, skal ganga fram Það er gömul saga og ný að fatl- aðir eigi við ramman reip að draga. Færa má fyrir því rök að hin heilaga ritning hafi gefið tóninn. Í Þriðju Mósebók Gamla testamentisins tal- ar Drottinn við Móse og segir: „Mæl þú til Arons og seg: Hafi einhver niðja þinna, nú eða í komandi kynslóðum, lýti á sér, þá skal hann eigi ganga fram til þess að bera mat Guðs síns. Því að enginn sá, er lýti hefir á sér, skal ganga fram, sé hann blindur eða haltur eða örkumlaður í andliti eða hafi ofskap- aðan útlim, eða sé hann fótbrotinn eða handleggsbrotinn, eða hafi hann herðakistil eða sé tærður eða hafi vagl á auga eða kláða eða útbrot eða eistnamar. […] Mat Guðs síns, bæði af því, sem háheilagt er og heilagt, má hann eta. En þó skal hann hvorki ganga inn að fortjaldinu né koma nærri alt- arinu, því að lýti er á honum, að hann eigi vanhelgi helga dóma mína; því að ég er Drottinn, sá er helgar þá.“ Fáfræði var mikil á hinum myrku miðöldum og ótti í garð fólks sem var á einhvern hátt frábrugðið öðr- um útbreiddur. Hjátrú og fjölkynngi voru oftar en ekki notuð til að skýra hluti sem áttu sér hvorki vísinda- legar né rökrænar skýringar. Þann- ig segir í hinu sögufræga riti Norna- hamrinum, sem kom út í Þýskalandi 1487 og hafði áhrif næstu tvær aldir á eftir, að besta leiðin til að bera kennsl á nornir sé að athuga bæklun þeirra, nornir séu ýmist afmyndaðar í andliti eða á líkama. Fjöldi fatlaðra var dæmdur fyrir galdra og brennd- ur á báli á miðöldum. Lög um ljótt fólk Á ofanverðri nítjándu öld voru sett í Bandaríkjunum lög sem bönn- uðu „sjúku, limlestu, afskræmdu og Ekki mannvonska, hel Gegnum aldirnar hefur afstaða til fatlaðs fólks einkennst af fáfræði og hræðslu. Það jafnvel brennt á báli. Margt bendir til þess að þetta viðmót sé á undanhaldi í hinu upplýsta sam- félagi samtímans en ný- leg uppákoma í tengslum við þátt í breska ríkissjónvarp- inu, BBC, hefur vakið nýjar spurningar. Innan Háskóla Íslands er starfrækt heil náms- braut sem helgar sig vangaveltum af þessu tagi, fötlunarfræði. Fegurð Breska ríkissjónvarpið, BBC, efndi á síðasta ári til keppni undir yfirskriftinni „Britains Missing Top Model“, þar sem allir keppendur voru fatlaðir. Umdeild Annan framhandlegginn hefur vantað á sjónvarps- og leik- konuna Carrie Burnell frá fæðingu. Morgunblaðið/Heiddi Fræðimaðurinn „Raddir fatlaðra hafa ekki það vægi sem þær þurfa að hafa. Við hin teljum okkur alltaf vita betur. Samtök fatlaðra hafa þó unnið gríð- arlega gott verk og lagt sitt af mörkum til að eyða fordómum,“ segir dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Ísland gerðist fyrir tveimur árum að- ili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og nefnd á veg- um félags- og tryggingamálaráðu- neytisins vinnur nú að því að breyta lagaumhverfinu hér á landi til að unnt verði að fullgilda sáttmálann. Einn nefndarmanna, Helga Bald- vins- og Bjargardóttir, laga- og fötl- unarfræðinemi, segir að breyta þurfi ýmsu í okkar löggjöf til að uppfylla skilyrði sáttmálans. Núverandi lög- gjöf endurspegli í raun þá staðreynd að fatlað fólk hafi löngum verið ósýnilegt í samfélaginu. „Sem dæmi má nefna að fötlun er ekki þáttur sem varinn er gegn misrétti í stjórn- arskránni. Jafnrétti er tryggt en við erum ekki með neina löggjöf sem bannar beinlínis mismunun gegn fólki á öðrum forsendum en vegna kynferðis.“ Helga segir sáttmálann einnig skil- greina það sem mismunun ef ekki er veitt viðeigandi hagræðing. „Það þýðir að sé ekki reynt að koma til móts við sérstakar þarfir sem fatlað fólk hefur vegna fötlunar sinnar telst það vera mismunun.“ Helga segir brýnt að samræma þessi sjónarmið almennri stefnumót- un. „Það er til dæmis fráleitt þegar maður heyrir sögur úr skólakerfinu að sumir skólar telji sig ekki þurfa að mæta þörfum allra barna. Það vísar bara á sérskólana. Það er slæmt við- horf enda er þetta spurning um að viðurkenna mannlegan fjölbreytileika og rétt fatlaðra og ófatlaðra barna til að alast upp saman og kynnast því að þótt við séum ólík eru allir jafn mikilvægir.“ Helga segir einnig vanta lög- gjöf varðandi valdbeitingu og þvingun en grípa getur þurft til þeirra úrræða í starfi með fötluðu fólki. Engar verklagsreglur eru til um það hvenær megi grípa inn í, hvenær megi takmarka frelsi einstaklinga, á hversu grófan hátt og í hversu lang- an tíma. „Kerfið sem styrkja á rétt- arstöðu fatlaðs fólks er vægast sagt veikt. Þegar fötlunin er með þeim hætti að einstaklingurinn skilur ekki að hann á rétt og starfsfólkið í kring- um hann veit ekki af því heldur eru réttindin í raun og veru ekki til.“ Hvergi nærri lokið Að sögn Helgu er starf nefnd- arinnar vel á veg komið og vonast hún til að þingsályktunartillaga um fullgildingu fari gegnum þingið sem nú er að störfum. „Við vonumst til að fullgilda sáttmálann sem fyrst.“ Þar með er starfinu þó hvergi nærri lokið því laga þarf sjónarmiðin sem koma fram í sáttmálanum að allri stefnumótun og löggjafarvinnu í framtíðinni. „Það er mikið verk óunn- ið en að mínu viti felst stærsta verkið í vitundarvakningunni. Að við hætt- um þessu ölmusu viðhorfi í garð fatl- aðs fólks og viðurkennum það sem einstaklinga sem eiga réttindi.“ Spurð um áhuga sinn á mála- flokknum svarar Helga því til að hún hafi unnið mikið með fötluðu fólki á umliðnum árum en hún er menntað- ur þroskaþjálfi. „Ég hætti á sínum tíma í lögfræði og fór að læra þroskaþjálfun. Þegar ég áttaði mig á því hversu mikið vantar upp á mann- réttindavernd hjá fötluðum ákvað ég að hella mér aftur út í lögfræðina undir því yfirskyni að ég ætlaði að verða betri þroskaþjálfi.“ Helga lýkur BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í vor. Breyta þarf mörgu í löggjöfinni Helga Baldvins- og Bjargardóttir Fötlunarfræði er ung fræðigrein sem hafnar einhliða læknisfræðilegum skilgreiningum á fötlun en leggur þess í stað áherslu á félagslegan skiln- ing og þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Mark- mið námsins, sem kennt hefur verið við félags- og mannvísindadeild Há- skóla Íslands frá árinu 2004, er að veita nemendum viðamikla fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fatlað fólk og málefni þess. Nemendur í fötlunarfræði hafa fjölbreyttan bakgrunn svo sem heim- speki, táknmálstúlkun, bókmenntafræði, sjúkraþjálfun, þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, guðfræði, hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf og uppeldis- og menntunarfræði. Hanna Björg segir að bakgrunnur nemenda og persónuleg reynsla margra þeirra af fötlun ýmist úr starfi eða einkalífi sé mikilvægur styrkur og geri námið lifandi og skemmtilegt. „Þetta nám hefur fest sig í sessi.“ Námsbraut í fötlunarfræði er rekin í öflugu alþjóðlegu samstarfi. Hvað er fötlunarfræði?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.